Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 12:50 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira