Andri Rúnar og Arnór Smára rétta fram hjálparhönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:00 Andri Rúnar í treyju Helsingborg. MYND/FACEBOOK-SÍÐA HELSINGBORGAR Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020 Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg er í miklum fjárhagsvandræðum og ekki er ástandið vegna kórónuveirunnar að hjálpa til. Þeir Andri Rúnar Bjarnason og Arnór Smárason, tveir fyrrum leikmenn liðsins, hafa nú báðir lagt sitt af mörkum til að hjálpa félaginu á þessum erfiðu tímum. Þannig er mál með vexti að félagið stefnir á að leika æfingaleik þar sem leikmannahópi liðsins verður skipt upp í tvö lið og keppt innbyrðis. Er þetta gert til að reyna fá auknar tekjur inn í félagið sem hefur líkt og önnur íþróttafélög orðið af miklum tekjum sökum þess að leikjum liðsins hefur verið frestað ótímabundið. Samkomubannið í Svíþjóð þýðir að liðið má tæknilega séð spila innbyrðis en gæti það breyst fljótlega ákveði sænska ríkið að herða aðgerðir sínar til að hindra útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að selja í öll 16 þúsund sæti Ólympíuleikvangsins í Helsingborg þar sem liðið leikur heimaleiki sína. Það er þó ekki reiknað með neinum áhorfendum og kostar hver miði undir þúsund krónur íslenskar. Leiknum verður hins vegar sjónvarpað fyrir þá stuðningsmenn sem vilja fylgjast með. Andri Rúnar og Arnór Smárason hafa báðir keypt fimm miða hvor en Andri leikur nú með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni en þetta fornfrægafélag lék lengi vel í efstu deild. Arnór leikur í norsku úrvalsdeildinni með Lillestrøm. Självklart! Lycka till pic.twitter.com/L18CcKpwyO— Arnór Smárason (@arnorsmaRa) March 22, 2020
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti