Það er ljóst að formúlan mun ekki taka létt á kórónuveirunni en forráðamenn formúlunnar eru nú þegar byrjaðir að fresta keppnum sem eiga að fara fram í júnímánuði.
Keppa átti í Aserbaídsjan þann 7. júní, nánar tiltekið í Bakú, en nú hefur sú keppni verið blásin af. Það er áttunda keppnin sem er blásin af eða frestað vegna veirunnar.
Tilkynnt var um ákvörðunina í morgun og segir í tilkynningunni að eftir samtal við forráðamenn formúlunnar sem og ríkisstjórn landsins hafi verið ákveðið að fresta keppninni vegna veirunnar.
Formula One postpone Azerbaijan race which was scheduled in Baku for June 7 https://t.co/IGu5GAJCHS
— MailOnline Sport (@MailSport) March 23, 2020
Forráðamenn formúlunnar voru lengi að bregðast við en það var ekki fyrr en einn meðlimur McLaren greindist með kóronuveiruna að þeir blésu ástralska kappaksturinn af. Hann átti að fara fram 15. mars.
Síðan þá hefur hverri keppninni á fætur annarri verið frestað en eins og áður segir eru þær átta talsins sem hefur annað hvort verið frestað eða blásnar af.