Liðlega sjötug kona lést af völdum COVID-19 Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2020 07:38 Konan lést á Landspítalanum í gær. Getty Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi, lést af völdum sjúkdómsins COVID-19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Þar segir að andlátið hafi orðið í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Sonur konunnar tjáir sig um andlátið á Facebook. Hann segir að þó dauðsfall í fjölskyldunni sé mikið einkamál fyrir flesta þá langi hann til þess að sem flestir læri eitthvað af þessu. Hann birtir mynd af móður sinni og skrifar: „Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyrir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættuflokki eins og mjög margir aðrir. Þrír úr minni fjölskyldu höfðu tækifæri til að kveðja hana fyrir endalokin. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smithættu, ég hefði alveg þegið að fá að horfa í augu hennar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minnast hennar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegnum símann og ekkasog. Það er alveg kominn tími til að þessi þjóð og þegnar hennar taki þessu alvarlega og hætti að haga sér eins og hálfvitar.“ Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, hafi verið smitaður af kórónuveirunni. Ekki hefur þó fengist endanlega staðfest hvort að COVID-19 hafi dregið hann til dauða, þó að Alma D. Möller landlæknir hafi sagt síðastliðinn fimmtudag að „miklar líkur væru á því.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira