Var búinn að samþykkja að fara til Liverpool en endaði hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:00 Teddy Sherringham fagnar sigri í Meistaradeildinni 1999 með þeim Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og Dwight Yorke. United liðið var þá að vinna sinn þriðja stóra titil á tíu dögum. Getty/Alexander Hassenstein Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Teddy Sheringham átti stóran þátt í því að Manchester United vann þrennuna tímabilið 1998-99 en hann hafði getað endað hjá Liverpool frekar en United. Í ljós hefur komið að Teddy Sheringham var mjög nálægt því að fara til Liverpool þegar Manchester United keypti hann frá Tottenham í júní 1997. Manchester United var þarna að leita að eftirmanni Eric Cantona sem hafði óvænt sett fótboltaskóna upp á hillu. Teddy Sheringham agreed to join Liverpool before sealing Man Utd transfer https://t.co/SC5X1sM5Al pic.twitter.com/XUS2HseyYS— Mirror Football (@MirrorFootball) March 24, 2020 The Athletic hefur grafið það upp að Teddy Sheringham var þetta sumar búinn að samþykkja að fara til Liverpool og hafði meira að segja gengið frá persónulegum samningi sínum við félagið. Knattspyrnustjóri Liverpool á þessum tíma var Roy Evans. Það fór hins vegar svo að Teddy Sheringham endaði á Old Trafford og það má skrifa eingöngu á stjórn Liverpool. Knattspyrnustjórinn Roy Evans var þarna að leita að manni til að spila frammi með Robbie Fowler. Stjórn Liverpool liðsins komst hins vegar að því að hinn 31 árs gamli Sheringham væri of gamall og hætti við kaupin. Sheringham átti heldur betur eftir að afsanna það. Hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum með Manchester United og spilaði síðan með Tottenham, Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru upp á hillu. 22 - Teddy Sheringham won the Golden Boot in the first ever Premier League campaign, and is the only player to have won the award while scoring for more than one club in the season (1 for @NFFC, 21 for @SpursOfficial). Leader. #OptaPLSeasons pic.twitter.com/VHpdJCNubx— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2020 Liverpool keypti frekar þýska framherjann Karl-Heinz Riedle frá Borussia Dortmund sem var samt tveimur árum eldri en Sheringham. Þetta 1997-98 tímabil sló hinn átján ára gamli Michael Owen í gegn á Anfield með 18 mörkum í 36 leikjum. Teddy Sheringham vann þrefalt með Manchester United vorið 1999 og alls sjö titla með félaginu. United tryggði sér alla þrjá titlana 1998-99 með því að vinna þrjá leiki á tíu dögum. Teddy Sheringham skoraði þá fyrsta markið í 2-0 sigri á Newcastle í bikarúrslitaleiknum og var bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira