Tækifærið - til að hugsa tvennt í einu Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 25. mars 2020 10:30 Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kórónavírusinn hægir á heiminum og dregur verulega úr mengun, sérstaklega í borgum og iðnkjörnum. Gervihnattamyndir frá Nasa og Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) sýna þetta svart á hvítu. Frá því að Ítalía lýsti yfir útgöngubanni 9. mars hefur magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) í andrúmsloftinu á norður Ítalíu minnkað um 40%. Í mið- og austur Kína hefur það verið 10-30% minna en venjulega að sögn NASA. Sérfræðingar hafa sagt áhrif Covid-19 á andrúmsloftið geta orðið „stærstu tilraun sögunnar“ þegar kemur að áhrifum mengunar á líf okkar, ekki síður en áhrif lifnaðarhátta okkar á loftið sem við öndum að okkur og getu jarðarinnar til að endurnýja sig. Stóra spurningin Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 430.000 manns smitast víða um heim, rúmlega 19.000 látið lífið og rúmlega 110.000 læknast af Covid-19. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) deyja kringum 7 milljónir manna árlega af orsökum sem rekja má til mengunar. Um 90% af íbúum jarðar eru búsettir á stöðum þar sem gæði lofts er fyrir neðan heilbrigðismörk. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort að Covid-19 hafi á endanum þau áhrif að draga úr dauðsföllum vegna minni mengunar tímabundið og hugsanlega til lengri tíma líka, eftir því hvernig við höldum á spöðunum. Í öllu falli er ljóst að faraldurinn er víða að draga úr mengun, alla vega til skamms tíma. Hvort við berum gæfu til að stíga inn í það rof eða þá truflun (e. disruption) sem ástandið skapar, með markvissum ásetningi um að draga úr mengun um ókomna tíð, er stóra spurningin. Loftslagsváin og Covid 19 Að sögn Paul Polmans, formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins og varaformanns UN Global Compact, er Covid-19 risavaxin áskorun ólík nokkru sem við höfum staðið frammi fyrir áður. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á samvinnu og samstíga aðgerðum þvert á geira og lönd. „Hún (veiran) breiðist hratt út, er talin tvöfaldast í útbreiðslu rúmlega annan hvern dag, hugsanlega áttafaldast á viku og fjögurþúsundfaldast á fjórum vikum“. Líkt og með Covid-19 fer loftslagsváin ekki í manngreinarálit. Þótt hún birtist á ólíkan hátt eftir svæðum og lifnaðarháttum, er loftslagsváin verkefni sem krefst afgerandi og samstíga viðbragða líkt og heimsfaraldur. Og líkt og heimsfaraldur, ógnar loftslagsváin öllu mannkyninu, alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi við erum, þá snertir hún líf okkar allra á einn eða annan hátt. Samvinna og góð gögn Besta mótvægisaðgerðin í báðum tilfellum er samvinna og besta vörnin eru upplýsingar og vísindaleg þekking, líkt og sagnfræðingurinn og höfundur Homo sapiens Yuval Noah Harari skrifaði nýverið í Time. Hvað varðar loftslagsvánna höfum við vísindalega þekkingu, en ólikt Covid-19 skortir tilfinninguna fyrir neyðarástandinu í loftslagsmálum, ásetninginn og samvinnuna. Það verður áhugavert að sjá er fram líða stundir hvort og hvernig Covid-19 hjálpi okkur að bæta þar úr. Verkfærin eru til Íslenska ríkisstjórnin, líkt og ríkisstjórnir víða um heim, eru að kynna aðgerðaráætlanir og björgunarpakka, sem til skamms tíma (nokkrir mánuðir upp í rúmlega ár) fjalla um að bjarga lífum, afkomu fólks og að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Eftir það hefst tímabil endurreisnar og uppbyggingar til lengri tíma. Uppbyggingarstarf er ekki orðum ofaukið því heimurinn verður ekki samur aftur. Þrýstingur á fjármálastofnanir, seðlabanka og ríki heims fer nú vaxandi um að byggja allar aðgerðir og ákvarðanir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5 gráða. "Það er skylda okkur að jafna okkur betur" og öðruvísi en við gerðum eftir fjármálakrísuna 2008, sagði António Guterres, aðalritari Sþ. Við okkur blasir nú einstakt tækifæri til að flýta fyrir umbreytingunni í átt að sjálfbærara og samfélagslega ábyrgara hagkerfi, með því að hanna hvatakerfi og stuðning við uppbyggingarstarf meðvitað með þann ásetning. Jarðvegurinn er sannarlega til staðar. Því á sama tíma og ástandið er ekkert minna en ógnvekjandi og áhrif Covid 19 til lengri tíma eiga eftir að sýna sig, felast í því gríðarleg tækifæri. Tækifæri sem við erum undirbúnari fyrir en okkur ef til vill grunar, þar sem við stöndum í mesta lagi í miðjum storminum þegar þetta er skrifað. Höfundur er þróunar-og átakfræðingur og framkvæmdastjóri Festu -miðstöð um samfélagsábyrgð.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun