Neuer argur vegna leka hjá Bayern Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 13:00 Manuel Neuer á æfingu hjá Bayern 6. apríl. Þjóðverjar gera sér vonir um að geta hafið keppni í þýsku 1. deildinni að nýju í maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. VÍSIR/EPA Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild. Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Manuel Neuer, hinn 34 ára gamli markvörður og fyrirliði Bayern München, á í viðræðum við félagið um nýjan samning og kveðst pirraður yfir því að verið sé að leka upplýsingum um viðræðurnar í fjölmiðla. „Það hefur aldrei neinu verið lekið í öllum viðræðum sem ég hef átt við félagið á tíma mínum hérna. En núna eru sífellt að birtast í fjölmiðlum atriði úr viðræðum okkar, sem oft eru ekki sannleikanum samkvæmt. Þetta angrar mig. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef átt að venjast hjá Bayern,“ sagði Neuer við Bild. Neuer vill halda kyrru fyrir hjá Bayern en ekki hefur enn náðst samkomulag. Samkvæmt Bild vill Neuer fimm ára samning sem myndi færa honum 20 milljónir evra á ári í laun. Thomas Kroth, umboðsmaður hans, neitar því og sagði að ekki yrðu gerðar kröfur sem myndu koma félaginu illa í kórónuveirukrísunni. Fari svo að Neuer skrifi ekki undir nýjan samning við Bayern er talið að hann gæti verið í sigti félaga í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hlé sé á þýsku 1. deildinni vegna kórónuveirunnar og mikil óvissa ríkt síðustu vikur þá hefur Bayern gert nýja samninga við Thomas Müller og þjálfarann Hansi Flick, sem gilda til ársins 2023. Bayern fær nýjan markvörð í sumar þegar hinn ungi Alexander Nuebel kemur frá Schalke. Nuebel, sem er 23 ára, hefur samkvæmt fjölmiðlum verið lofað að spila að minnsta kosti 10 leiki á tímabili. Neuer vill þó ekki meina að stöðu hans sem aðalmarkvarðar sé ógnað. „Svo lengi sem að ég stend mig þá spila ég. Það er það sem ég geng út frá,“ sagði Neuer við Bild.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30 Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00 Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fékk háa sekt fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Kingsley Coman þurfti að biðjast afsökunar og greiða 50.000 evru sekt, tæplega 8 milljónir króna, fyrir að mæta á röngum bíl á æfingu Bayern München. 18. apríl 2020 11:30
Bayern hefur æfingar í dag Leikmenn Bayern Munich snúa aftur til æfinga í dag, þó aðeins í fámennum hópum. Er þetta í samræmi við þau viðmið sem þýska knattspyrnusambandið setti en lið máttu byrja æfa í gær, sunnudaginn 5. apríl. 6. apríl 2020 07:00
Flick stýrir Bayern til 2023 Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. 3. apríl 2020 17:15