Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. VSV/Vísir/Óskar P. Friðriksson Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan. Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45