Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 14:37 Pútín tilkynnti um ákvörðunina um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag. AP/Alexei Druzhinin/Spútník Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30
Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11