Dró uppsögnina til baka til að sýna samstöðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2020 13:35 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Vísir/Sigurjón Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“ Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga dró uppsögn sína til baka í síðustu viku. Framkvæmdastjórn SÁÁ dró í framhaldinu til baka uppsagnir þeirra sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir mikilvægt að verklag verði skýrara þannig að framkvæmdastjórnin taki ekki ákvarðanir um meðferðarstarf samtakanna. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum sínum um síðustu mánaðarmót vegna óánægju með að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Ástæðan var sögð aukinn rekstrarkostnaður og kórónuveirufaraldurinn. Mikil ólga varðinnan SÁÁ í framhaldi þess og lýstu starfsmenn meðferðarsviðs meðal annars yfir vantrausti á framkvæmdastjórn samtakanna. Þá sögðu þrír sig úr framkvæmdarstjórninni. Valgerður ákvað svo ísíðustu viku að draga uppsögn sína til baka. „Ég vildi draga uppsögnina til baka til þess að sýna samstöðu með því. Ég fann að það var það sem vildum gera saman sem vinnum hér að hér að leysa málin öðruvísi en framkvæmdastjórnin hafði tekið ákvörðun um.“ Hún segir að í framhaldinu hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að draga allar uppsagnirnar til baka. „Þau ákváðu það í kjölfarið tveimur dögum síðar. Drógu allar uppsagnir til baka sem þau höfðu boðað.“ Valgerður segir að enn standi ákvörðun framkvæmdastjórnar um að starfshlutfall allra sé skert um 20 prósent í apríl og maí. „Þessi ákvörðun, þau tóku hana til baka. Það sem eftir stendur er eitthvað sem við þurfum að skoða hér er um hvernig ákvarðanir um meðferðastarfið eru teknar í framtíðinni. Ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu á að vera í höndum sem þeir treysta til að reka þjónustuna, sem er þá forstjóri hér og yfirmenn á meðferðarsviði. Að sjálfsögðu með fulltrúum frá stjórn samtakanna“ Valgerður segir að um 30 prósent af fjármagni samtakanna komi með sjálfsaflafé og ekki hafi verið unnt að afla þess nú vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægt sé að bregðast við því annars þurfi að fækka fólki og skerða starfsemina. „Ef það er vilji fyrir því að við veitum þjónustu sem samtökin hafa borgað fyrir með þessu sjálfsaflafé þá þarf það náttúrulega að koma annars staðar frá. Það verður talsverð skerðing á þessu sjálfsaflafé. Það er alveg ljóst.“
Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50 Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Valgerður dregur uppsögn sína til baka Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. 18. apríl 2020 22:50
Segir Þórarin Tyrfingsson hafa „hrútskýrt“ stöðuna á stjórnarfundi Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ að undanförnu í kjölfar þess að átta starfsmönnum var sagt upp störfum á Vogi. 1. apríl 2020 17:48