Nauðsynlegt að hlæja á tímum sem þessum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. mars 2020 18:00 Eva Laufey og Júlíana Sara við tökur. Aðsend mynd Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setur í loftið nýjan sjónvarpsþátt í kvöld sem nefnist Matarboð með Evu. Sjálf bíður hún spennt eftir að geta haldið matarboð þegar samkomubanninu lýkur. Eva fékk á dögunum starf í útvarpi þegar hún byrjaði í Bakaríinu á Bylgjunni og segir hress að þetta sé betri tilfinning en nokkurn gæti grunað. „Þetta er rosalega skemmtilegt en auðvitað er ég bara búin að vera í loftinu í nokkrar vikur og þetta á bara eftir að verða lærdómsríkara og skemmtilegra. Það eru forréttindi að fá að verja laugardagsmorgnum með góðum vinum mínum, Svavari og Þránni og fá að spjalla við góða gesti.“ Í dag byrja nýir matreiðsluþættir á Stöð 2, sem kallast Matarboð með Evu. „Ég hef alla tíð haft mjög gaman af breskum matreiðsluþáttum, Come Dine With Me, matreiðsluþættir með Jamie Oliver, Nigellu og Lorraine Pascale. Þau hafa öll framleitt þætti þar sem þau fá til sín gesti og kenna þeim réttu tökin – mig langaði þess vegna að búa til þátt sem sameinar mat og skemmtilegt fólk. Ég valdi einstaklinga sem hafa gefið það út að vera ekki upp á marga fiska í eldhúsinu og þau völdu sér þá rétti sem þeim langaði að læra, ég kenndi þeim að elda og síðan fóru þau heim til sín og elduðu fyrir gesti. Og markmiðið var að sanna fyrir fjölskyldu og vinum að þau gætu eldað.. og í leiðinni að allir geta eldað.“ Eva Ruza með matarboð Þátturinn ætti að höfða til ólíkra markhópa, fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð og fyrir þá sem hafa áhuga á skemmtilegu fólki. „Þetta er líflegur og skemmtilegur matreiðsluþáttur.“ Eva Laufey fékk hugmyndina eftir hámáhorf á breska matreiðsluþætti undanfarin ár og að vinna við þættina Ísskápastríð. „Þar höfum við kynnst skemmtilegum kokkum og ég valdi nokkra sem hafa komið við sögu í Ísskápastríðinu.“ Frá gerð þáttanna. Einn dagur í einu Fyrstu fjórir gestirnir eru Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Þátturinn með Evu Ruzu verður sýndur í dag klukkan 19.05 á Stöð 2. „Sem er ein skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, hún er óútreiknanleg og þátturinn verður þess vegna óútreiknanlegur – segi ekki meira,“ segir Eva Laufey um fyrsta þáttinn. „Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel í upptökum, ég vissi að ég væri að velja gott fólk en þetta var miklu skemmtilegri en mig hefði grunað og ég vona að áhorfendur finni það og hafi gaman af. Það var svo gaman að sjá þekkta einstaklinga, sem við þekkjum úr öðru umhverfi en eldhúsi að sjá þau njóta sín og á sama tíma í stresskasti að undirbúa matarboð fyrir fjölskyldu og vini. Það væri líka ótrúlega gaman að hitta fjölskyldur og vini, og þau skipta miklu máli í þáttunum og gefa þættinum auka vægi.“ Teymið á eftir að taka upp fjóra þætti en þurfa að bíða með það þar sem enginn getur haldið matarboð í þessu samkomubanni sem nú er á Íslandi. „Eðlilega hefur veiran mikil áhrif á líf okkar allra, við hittum eðli málsins samkvæmt ekki allt fólkið okkar og vini daglega eins og venjulega. Sömuleiðis fer reyni ég eftir fremsta megni að vinna það sem ég get að heiman, mæti í útsendingar, bæði innslög í Ísland í dag, almenn þáttagerð og svo útvarp á laugardögum. Stelpurnar mínar eru lítið í leikskólanum og maðurinn minn starfar líka heima. Lífið hefur róast en á sama tíma ekki, það er jafn mikið að gera en bara aðeins meira en engu að síður þá er meiri ró yfir öllu og ég leyfi mér ekki að hugsa lengra en í dögum. Nú er það bara einn dagur í einu, að ná að komast yfir sem flest á listanum og halda svo áfram eins og við getum. Ég reyni eins og ég get peppa sjálfa mig, vegna þess að það er auðvelt að líta á ástandið sem óyfirstíganlegt þar sem löndin í kringum okkur eru mörg í ansi slæmum málum og veröldin öll – en ég leyfi þessum hugsunum ekki að staldra við lengi, heldur er það bara einn dagur í einu. Vera sem mest heima og fylgja öllum reglum.“ Viktoría Hermannsdóttir er ein þeirra sem mætir í kennslu til Evu. Matreiðsla sameinar fjölskylduna Eva Laufey nær áfram að vinna við þáttagerðina, Ísland í dag og fyrir Bylgjuna. „Ég starfa í fjölmiðlum og það sjónvarpið og útvarpið stoppar ekki eða við reynum eins og við getum að halda áfram að framleiða efni, og það er í sjálfu sér einstakt að fá að búa til efni til þess að gleðja og stytta fólki stundir. Sérlega á tímum sem þessum – fjölmiðlar hafa þann tilgang að upplýsa og fræða og á sama tíma að skemmta fólki og við viljum svo gjarnan gera það eins lengi og við getum.“ Hún segir að það sé tilvalið að byrja núna með fjölskylduvænan matreiðsluþátt með skemmtilegum gestum. „Við þurfum öll efni sem gleður okkur, við þurfum efni sem við getum gleymt okkur yfir.. þó ekki nema í nokkrar mínútur. Það er lífsins nauðsynlegt að hlæga, sérlega á tímum sem þessum og ég get lofað ykkur því að þið munið hlægja yfir þessum þáttum – það er að minnsta kosti von mín. Matreiðsla sameinar fjölskylduna og ég vona þættirnir veiti fólki innblástur í eldhúsið og fólk eldi uppskriftirnar í þáttunum, nú er tíminn til þess að elda góðan mat og njóta þess.“ Spennt að knúsa fjölskyldu og vini Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi. Í gær var sýnt í Íslandi í dag þegar Eva Laufey kenndi Sindra Sindrasyni samstarfsmanni sínum að gera einfaldar og góðar ítalskar kjötbollur. „Það er við hæfi að heiðra Ítali þessa dagana og ein leið er að borða góðan mat í þeirra anda og hugsa hlýtt til þeirra.“ Sjálfri finnst Evu Laufey ótrúlega gaman að gefa fólkinu sínu að borða og fá stórfjölskylduna og vinina í heimsókn. „Að knúsa fólkið mitt og verja með þeim góðum tíma. Ég fæ tár í augun af því ég veit að það er svolítill tími þar til slíkt tækifæri gefst en það sem ég og allir aðrir munu njóta þess betur þegar við fáum loksins að halda matarboð fyrir fólkið okkar.“ Hún er strax byrjuð að plana matarboðin sem hún ætlar að halda eftir að veirutímabilinu lýkur. „Ég er með nokkur matarboð í huganum.. og nú ætla ég að bjóða þeim sem mig hefur langað að bjóða lengi en ekki komist í, bjóða oftar heim og njóta þess betur. Það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi og við erum laglega að læra það þessa dagana og þess vegna eigum við að njóta eins og við getum og eins oft og við getum með fólkinu okkar. Ég hugsa að fyrst matarboðið verði grillpartí með öllu tilheyrandi, get ekki beðið.“ Eva Laufey Matur Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setur í loftið nýjan sjónvarpsþátt í kvöld sem nefnist Matarboð með Evu. Sjálf bíður hún spennt eftir að geta haldið matarboð þegar samkomubanninu lýkur. Eva fékk á dögunum starf í útvarpi þegar hún byrjaði í Bakaríinu á Bylgjunni og segir hress að þetta sé betri tilfinning en nokkurn gæti grunað. „Þetta er rosalega skemmtilegt en auðvitað er ég bara búin að vera í loftinu í nokkrar vikur og þetta á bara eftir að verða lærdómsríkara og skemmtilegra. Það eru forréttindi að fá að verja laugardagsmorgnum með góðum vinum mínum, Svavari og Þránni og fá að spjalla við góða gesti.“ Í dag byrja nýir matreiðsluþættir á Stöð 2, sem kallast Matarboð með Evu. „Ég hef alla tíð haft mjög gaman af breskum matreiðsluþáttum, Come Dine With Me, matreiðsluþættir með Jamie Oliver, Nigellu og Lorraine Pascale. Þau hafa öll framleitt þætti þar sem þau fá til sín gesti og kenna þeim réttu tökin – mig langaði þess vegna að búa til þátt sem sameinar mat og skemmtilegt fólk. Ég valdi einstaklinga sem hafa gefið það út að vera ekki upp á marga fiska í eldhúsinu og þau völdu sér þá rétti sem þeim langaði að læra, ég kenndi þeim að elda og síðan fóru þau heim til sín og elduðu fyrir gesti. Og markmiðið var að sanna fyrir fjölskyldu og vinum að þau gætu eldað.. og í leiðinni að allir geta eldað.“ Eva Ruza með matarboð Þátturinn ætti að höfða til ólíkra markhópa, fyrir þá sem hafa áhuga á matargerð og fyrir þá sem hafa áhuga á skemmtilegu fólki. „Þetta er líflegur og skemmtilegur matreiðsluþáttur.“ Eva Laufey fékk hugmyndina eftir hámáhorf á breska matreiðsluþætti undanfarin ár og að vinna við þættina Ísskápastríð. „Þar höfum við kynnst skemmtilegum kokkum og ég valdi nokkra sem hafa komið við sögu í Ísskápastríðinu.“ Frá gerð þáttanna. Einn dagur í einu Fyrstu fjórir gestirnir eru Eva Ruza, Júlíana Sara, Viktoría Hermannsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir. Þátturinn með Evu Ruzu verður sýndur í dag klukkan 19.05 á Stöð 2. „Sem er ein skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, hún er óútreiknanleg og þátturinn verður þess vegna óútreiknanlegur – segi ekki meira,“ segir Eva Laufey um fyrsta þáttinn. „Ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel í upptökum, ég vissi að ég væri að velja gott fólk en þetta var miklu skemmtilegri en mig hefði grunað og ég vona að áhorfendur finni það og hafi gaman af. Það var svo gaman að sjá þekkta einstaklinga, sem við þekkjum úr öðru umhverfi en eldhúsi að sjá þau njóta sín og á sama tíma í stresskasti að undirbúa matarboð fyrir fjölskyldu og vini. Það væri líka ótrúlega gaman að hitta fjölskyldur og vini, og þau skipta miklu máli í þáttunum og gefa þættinum auka vægi.“ Teymið á eftir að taka upp fjóra þætti en þurfa að bíða með það þar sem enginn getur haldið matarboð í þessu samkomubanni sem nú er á Íslandi. „Eðlilega hefur veiran mikil áhrif á líf okkar allra, við hittum eðli málsins samkvæmt ekki allt fólkið okkar og vini daglega eins og venjulega. Sömuleiðis fer reyni ég eftir fremsta megni að vinna það sem ég get að heiman, mæti í útsendingar, bæði innslög í Ísland í dag, almenn þáttagerð og svo útvarp á laugardögum. Stelpurnar mínar eru lítið í leikskólanum og maðurinn minn starfar líka heima. Lífið hefur róast en á sama tíma ekki, það er jafn mikið að gera en bara aðeins meira en engu að síður þá er meiri ró yfir öllu og ég leyfi mér ekki að hugsa lengra en í dögum. Nú er það bara einn dagur í einu, að ná að komast yfir sem flest á listanum og halda svo áfram eins og við getum. Ég reyni eins og ég get peppa sjálfa mig, vegna þess að það er auðvelt að líta á ástandið sem óyfirstíganlegt þar sem löndin í kringum okkur eru mörg í ansi slæmum málum og veröldin öll – en ég leyfi þessum hugsunum ekki að staldra við lengi, heldur er það bara einn dagur í einu. Vera sem mest heima og fylgja öllum reglum.“ Viktoría Hermannsdóttir er ein þeirra sem mætir í kennslu til Evu. Matreiðsla sameinar fjölskylduna Eva Laufey nær áfram að vinna við þáttagerðina, Ísland í dag og fyrir Bylgjuna. „Ég starfa í fjölmiðlum og það sjónvarpið og útvarpið stoppar ekki eða við reynum eins og við getum að halda áfram að framleiða efni, og það er í sjálfu sér einstakt að fá að búa til efni til þess að gleðja og stytta fólki stundir. Sérlega á tímum sem þessum – fjölmiðlar hafa þann tilgang að upplýsa og fræða og á sama tíma að skemmta fólki og við viljum svo gjarnan gera það eins lengi og við getum.“ Hún segir að það sé tilvalið að byrja núna með fjölskylduvænan matreiðsluþátt með skemmtilegum gestum. „Við þurfum öll efni sem gleður okkur, við þurfum efni sem við getum gleymt okkur yfir.. þó ekki nema í nokkrar mínútur. Það er lífsins nauðsynlegt að hlæga, sérlega á tímum sem þessum og ég get lofað ykkur því að þið munið hlægja yfir þessum þáttum – það er að minnsta kosti von mín. Matreiðsla sameinar fjölskylduna og ég vona þættirnir veiti fólki innblástur í eldhúsið og fólk eldi uppskriftirnar í þáttunum, nú er tíminn til þess að elda góðan mat og njóta þess.“ Spennt að knúsa fjölskyldu og vini Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi. Í gær var sýnt í Íslandi í dag þegar Eva Laufey kenndi Sindra Sindrasyni samstarfsmanni sínum að gera einfaldar og góðar ítalskar kjötbollur. „Það er við hæfi að heiðra Ítali þessa dagana og ein leið er að borða góðan mat í þeirra anda og hugsa hlýtt til þeirra.“ Sjálfri finnst Evu Laufey ótrúlega gaman að gefa fólkinu sínu að borða og fá stórfjölskylduna og vinina í heimsókn. „Að knúsa fólkið mitt og verja með þeim góðum tíma. Ég fæ tár í augun af því ég veit að það er svolítill tími þar til slíkt tækifæri gefst en það sem ég og allir aðrir munu njóta þess betur þegar við fáum loksins að halda matarboð fyrir fólkið okkar.“ Hún er strax byrjuð að plana matarboðin sem hún ætlar að halda eftir að veirutímabilinu lýkur. „Ég er með nokkur matarboð í huganum.. og nú ætla ég að bjóða þeim sem mig hefur langað að bjóða lengi en ekki komist í, bjóða oftar heim og njóta þess betur. Það er ekkert sjálfsagt í þessum heimi og við erum laglega að læra það þessa dagana og þess vegna eigum við að njóta eins og við getum og eins oft og við getum með fólkinu okkar. Ég hugsa að fyrst matarboðið verði grillpartí með öllu tilheyrandi, get ekki beðið.“
Eva Laufey Matur Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira