Mikilvægi tengsla og trausts Margrét Lúthersdóttir skrifar 26. mars 2020 09:00 Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus?
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun