Krefjast þess að fá að senda áfengi heim með mat ekki seinna en núna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:46 Hrefna Rós Sætran er á meðal þeirra í veitingabransanum sem vilja geta sent áfengi heim með matnum. Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Vegna herts samkomubanns sem tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags eru veitingastaðir í afar erfiðri stöðu. Fæstir þeirra geta haldið rekstri gangandi nema með heimsendingum. Undir áskorunina, sem send er á forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra á Facebook, skrifar veitingafólk á borð við Hrefnu Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum, Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum og Gunnar Karl Gíslason á DILL. „Líklegt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrirtækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bjóða upp á heimsendingaþjónustu sem og heimtöku (take away) auk snertilausra viðskipta og svo mætti áfram telja. Framlegðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar viðskiptavini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrirtækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir,“ segir í erindi veitingafólksins. Gæti skilið á milli feigs og ófeigs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tjáði sig um netverslun á áfengi á Twitter í gær. Þar brást hún við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa sem sagðist vita af fólki sem sendi léttvín heim á tímum kórónuveirunnar. „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi,“ svaraði Áslaug Arna. Skoðun hennar á lögleiðingu sölu á léttvíni í verslunum hefur legið fyrir um árabil. Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi 🤷♀️ https://t.co/uV79TOGbrt— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) March 25, 2020 Frumvarp Áslaugar Örnu er í samráðsgátt sem stendur. Veitingafólkið krefst þess af stjórnvöldum að frumvarpið verði sett í flýtimeðferð og það samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. „Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir. Þótt aðgerðin sé minniháttar (og löngu timabær) gæti innleiðing laga um að heimila netverslun með áfengi skilið milli feigs og ófeigs hjá fjölda veitingamanna. Þar að auki myndi innleiðingin styrkja innlenda framleiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og erlendir keppinautar.“ Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum skrifar undir áskorunina.Vísir/Vilhelm Einokun ríkisins í þessum málaflokki gangi að mati hópsins gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem yfirvöldum beri að sýna við núverandi aðstæður. „Því er þess einnig óskað, til þrautavara, nái frumvarpið ekki fram að ganga, að sett verði bráðabirgðaákvæði líkt og nágrannalönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt ákvæði myndi heimila vínveitingaleyfishöfum heimsendingu á áfengi með mat á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.“ Undir áskorunina skrifa eftirfarandi: Jakob E. Jakobsson, Jómfrúnni og stjórnarmaður í SAF Ólafur Örn Ólafsson, Tíu sopar Friðgeir Ingi Eiríksson, Brasserie Eiríksson Nuno Alexandre Bentim Servo, Apótek restaurant Þráinn Freyr Vigfússon, Sumac Kristján Þorsteinsson, Osushi Hrefna Björk Sverrisdóttir, ROK restaurant Gunnar Karl Gíslason, DILL restaurant Þráinn Lárusson, Glóð restaurant og formaður veitinganefndar SAF Ágúst Reynisson, Hrefna Rósa Sætran og Gudlaugur P Frimannsson, Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn Stefán Magnússon, Mathús Garðabæjar Björn Steinar Jónsson og Gísli Grímsson, SKÁL! Böðvar Lemacks, KRÖST, Grill og Wine bar Gunnar Rafn Heiðarsson, KOL Áfengi og tóbak Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jakob E. Jakobsson eigandi Jómfrúarinnar í Lækjargötu er einn fjölda veitingamanna á Íslandi sem krefjast þess að frumvarp dómsmálaráðherra sem myndi heimila netverslun með áfengi fái flýtimeðferð og samþykkt í ljósi aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Vegna herts samkomubanns sem tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags eru veitingastaðir í afar erfiðri stöðu. Fæstir þeirra geta haldið rekstri gangandi nema með heimsendingum. Undir áskorunina, sem send er á forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra á Facebook, skrifar veitingafólk á borð við Hrefnu Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum, Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum og Gunnar Karl Gíslason á DILL. „Líklegt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrirtækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bjóða upp á heimsendingaþjónustu sem og heimtöku (take away) auk snertilausra viðskipta og svo mætti áfram telja. Framlegðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar viðskiptavini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrirtækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir,“ segir í erindi veitingafólksins. Gæti skilið á milli feigs og ófeigs Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tjáði sig um netverslun á áfengi á Twitter í gær. Þar brást hún við athugasemd Kristínar Soffíu Jónsdóttur borgarfulltrúa sem sagðist vita af fólki sem sendi léttvín heim á tímum kórónuveirunnar. „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi,“ svaraði Áslaug Arna. Skoðun hennar á lögleiðingu sölu á léttvíni í verslunum hefur legið fyrir um árabil. Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi 🤷♀️ https://t.co/uV79TOGbrt— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) March 25, 2020 Frumvarp Áslaugar Örnu er í samráðsgátt sem stendur. Veitingafólkið krefst þess af stjórnvöldum að frumvarpið verði sett í flýtimeðferð og það samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. „Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir. Þótt aðgerðin sé minniháttar (og löngu timabær) gæti innleiðing laga um að heimila netverslun með áfengi skilið milli feigs og ófeigs hjá fjölda veitingamanna. Þar að auki myndi innleiðingin styrkja innlenda framleiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og erlendir keppinautar.“ Ólafur Örn Ólafsson á Tíu sopum skrifar undir áskorunina.Vísir/Vilhelm Einokun ríkisins í þessum málaflokki gangi að mati hópsins gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem yfirvöldum beri að sýna við núverandi aðstæður. „Því er þess einnig óskað, til þrautavara, nái frumvarpið ekki fram að ganga, að sett verði bráðabirgðaákvæði líkt og nágrannalönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt ákvæði myndi heimila vínveitingaleyfishöfum heimsendingu á áfengi með mat á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.“ Undir áskorunina skrifa eftirfarandi: Jakob E. Jakobsson, Jómfrúnni og stjórnarmaður í SAF Ólafur Örn Ólafsson, Tíu sopar Friðgeir Ingi Eiríksson, Brasserie Eiríksson Nuno Alexandre Bentim Servo, Apótek restaurant Þráinn Freyr Vigfússon, Sumac Kristján Þorsteinsson, Osushi Hrefna Björk Sverrisdóttir, ROK restaurant Gunnar Karl Gíslason, DILL restaurant Þráinn Lárusson, Glóð restaurant og formaður veitinganefndar SAF Ágúst Reynisson, Hrefna Rósa Sætran og Gudlaugur P Frimannsson, Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn Gísli Matthías Auðunsson, Slippurinn Stefán Magnússon, Mathús Garðabæjar Björn Steinar Jónsson og Gísli Grímsson, SKÁL! Böðvar Lemacks, KRÖST, Grill og Wine bar Gunnar Rafn Heiðarsson, KOL
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira