Formaðurinn býðst til að stíga til hliðar og vonar að Valgerður snúi aftur Sylvía Hall skrifar 28. mars 2020 17:20 Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir stöðuna hættulega og vonar að stjórnvöld bregðist við. Vísir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“ Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir snúi aftur. Valgerður sagði upp á fimmtudag eftir að átta starfsmönnum var sagt upp án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í yfirlýsingu frá Arnþóri segir hann ástæðu uppsagnanna vera aukinn rekstrarkostnað og yfirvofandi erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 og aðgerðir sem honum fylgja. Með tilkomu hans hverfi stór hluti sjálfsaflafé SÁÁ og reksturinn verði þar með of dýr. „Um leið og þessi staða varð ljós var forstjóri Vogs upplýstur um að grípa þyrfti til aðgerða. Forstjórinn hafði í framhaldi samband við heilbrigðisráðherra og óskaði eftir fjárstuðningi en hafði því miður ekki erindi sem erfiði,“ segir í yfirlýsingunni þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd harðlega. „Fyrirfram hefði mátt búast við því að stjórnvöldum rynni blóðið til skyldunnar í þessari ógnvænlegu stöðu og rétti SÁÁ hjálparhönd. Á uppreiknuðu verðlagi, allt frá árinu 1996, hafa SÁÁ samtökin greitt meira en 4 milljarða króna til heilbrigðisþjónustu meðferðarsviðs SÁÁ og skapað með því verðmæti og lífsgæði sem íslenskt samfélag nýtur góðs af í dag.“ Í gær sögðu þrír stjórnarmenn sig úr framkvæmdastjórn SÁÁ eftir uppsögn Valgerðar. Uppsögnin var harðlega gagnrýnd, bæði af fyrrum skjólstæðingum sem og fjölmörgum innan læknasamfélagsins. Arnþór atburðarásina hraða og stöðuna hættulega. Því hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Hann viðurkennir mikinn óróleika innan samtakanna en bætir þó við að enginn einstaklingur sé mikilvægari en SÁÁ. „Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.“
Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04 Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03 Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Átta sagt upp á Vogi án samráðs við yfirlækni Átta starfsmönnum var í gær sagt upp störfum á Vogi og starfshlutfall annarra starfsmanna var lækkað. 27. mars 2020 09:04
Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum. 27. mars 2020 07:03
Uppnám og óánægja allsráðandi vegna starfsloka Valgerðar á Vogi Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. 27. mars 2020 12:49