„Force majeure-klásúla“ óvænt komin inn í skilmála Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2020 11:35 Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir að fyrir liggi fjöldi erinda þar á borði frá óánægðum viðskiptavinum líkamsræktarstöðvanna sem eiga fullt í fangi með að losa sig frá áskrift þó líkamsræktarstöðvarnar séu lokaðar. visir/vilhelm Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu. Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Líkamsræktarstöðin Reebok Fitnes setti í síðustu viku inn nýja klásúlu inn í notendaskilmála eins og þeir birtast á vefsíðu fyrirtækisins, þar sem stöðin áskilur sér rétt til að „stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Áskilja sér rétt til að stöðva afskráningu Vísir fjallaði í síðustu viku um raunir viðskiptavina líkamsræktarstöðvarinnar við að segja upp áskriftum sínum þar. Stöðin er lokuð samkvæmt tilskipun yfirvalda um samkomubann. Áður mátti segja upp viðskiptum á netinu með einföldum hætti en nú þurfa menn að mæta á ákveðnum tíma á staðinn og samkvæmt lýsingum eins viðskiptavinarins sem lét á það reyna þá er engin móttaka heldur liggja fyrir eyðublöð þar sem menn geta skrifað inn ósk um að áskrift sé sagt upp. Og látið fylgja skýringar á því hvers vegna þeir vilji hætta? Vísir fékk ábendingu um að nú væri komin inn viðbótarákvæði við skilmála á heimasíðu líkamsræktarstöðvarinnar, svohljóðandi: „„Force majeure“ Óviðráðanlegar aðstæður Ófyrirséðar aðstæður eða atvik sem aðilar samnings hafa ekki stjórn á og koma í veg fyrir að þeir geti staðið við þær skuldbindingar sem kveðið er á um í samningnum enda verði þau ekki rakin til yfirsjónar eða vanrækslu af þeirra hálfu. Við slíkan atburð áskiljum við okkur rétt til að stöðva alla blæðingu svo sem að setja stopp (hold) á afskráningu áskrifta þar til ástandið er liðið hjá.“ Ekkert lögfræðilegt gildi Neytendasamtökin hafa fengið ýmis erindi inn á borð sín sem snúa að áskriftum fólks hjá líkamsræktarstöðvum. En svo virðist sem reynt sé að fremsta megni að hindra að fólk geti hætt þó stöðvarnar séu lokaðar. Reebok er vinsæl líkamsræktarstöð en vegna samkomubanns og kórónuveiru er starfsemin þar, sem og víðar, í lamasessi.Reebok Fitness Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir að samkvæmt símtali lögfræðings Neytendasamtakanna við Guðmund Ágúst forsvarsmann Reebok Fitness var téð ákvæði sett inn í síðustu viku. „Það hefur ekkert lögfræðilegt gildi, fyrir þá sem gerðust áskrifendur fyrir þann tíma, nema þeim hafi verið gerð grein fyrir nýja skilmálanum og samþykkt hann,“ segir Breki. Og bætir því við að hann viti ekki til þess að það hafi verið gert. Því geti þeir sem gerðu áskriftarsamning fyrir þann tíma ekki verið skuldbundnir honum. Breki bendir á vefsíðu Neytendasamtakanna þar sem finna má ítarlegri skýringar á þessu.
Samkomubann á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira