Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2020 12:31 Þrátt fyrir að smitrakningu sé ekki lokið er Netanjahú farinn í sóttkví ásamt fleiri ráðgjöfum hans. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Fleiri ráðgjafar hans fara einnig í sóttkví. Ísraelska dablaðið Haaretz segir að ráðgjafi Netanjahú í þingmálum hafi greinst smitaður í dag. Ákvörðunin um að setja forsætisráðherrann í sóttkví hafi verið tekin í varúðarskyni og áður en faraldsfræðilegri rannsókn væri lokið. Fleiri ráðgjafar Netanjahú fylgja honum í sóttkví. Hamas-samtökin sem ráða ríkjum á Gasaströndinni vinna nú að því að setja upp tvær stórar sóttkvíarmiðstöðvar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar. Þær eiga að geta vistað um þúsund manns og vera tilbúnar innan viku. Gasaströndin er eitt þéttbýlasta svæði jarðar þar sem um tvær milljónir manna búa á landsvæði sem er minna en höfuðborgarsvæðið. AP-fréttastofan segir að enginn viti hversu mikið veiran hafi breiðst út á Gasa. Talið er að fyrstu smitin hafi borist til Gasa með tveimur mönnum sem fóru á trúarráðstefnu í Pakistan. Aðeins um fimmtungur þeirra 1.700 sem hafa farið í sóttkví hafa verið skimaðir. Verkamenn vinna að smíði miðstöðvar fyrir sóttkví á sunnanverðri Gasaströndinni. Svæðið er eitt það þéttbýlasta í heimi og heilbrigðiskerfið þar er veikt. Kórónuveirufaraldur þar gæti því valdið miklum usla.AP/Khalil Hamra Heilbrigðisþjónusta er í ólestri á Gasaströndinni vegna herkvíar Ísraelsmanna, ítrekaðra stríða við Ísraelsher og innbyrðisdeilur Hamas og annarra samtaka Palestínumanna. Aðeins sextíu öndunarvélar eru á Gasa og eru 45 þeirra þegar í notkun, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Upphaflega kom Hamas á föt bráðabirgðastöðvum fyrir sóttkví. Eftir að myndir bárust af fólki að halda afmælisveislur og reykja vatnspípur saman í slíkum stöðvum var gripið til harðari aðgerða til að hefta útbreiðsluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira