Nioh 2: Krefst tíma og geðheilsu Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 08:41 Team Ninja Umfangsmikil átök Sengoku-tímabilsins hafa leitt til mikillar útbreiðslu djöfla, drýsla og annarra drullusokka í Japan. Þessa djöfla þarf að stöðva og hver er betur til þess fallin en djöfulblendingur og ninja/samurai, sem kallast Hide. Hálf ninja, hálfur samurai og hálfur djöfull. Eitthvað svoleiðis. Hann er líka mállaus en það er allt í lagi, því sagan skiptir litlu sem engu máli. Nioh 2 er eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á, nokkurs konar framhald af Nioh, leiknum frá Team Ninja. Að þessu sinni spilar maður tilbúna persónu, karl eða konu, sem býr yfir sérstökum hæfileikum sem byggja á því að móðir persónunnar var djöfull. Leikurinn gerist í raun bæði á undan og eftir Nioh en sögurnar tengjast lítið sem ekki neitt. Souls-leikirnir eða leikir sem svipa til þeirra eru orðnir ansi margir. Þó það er mörg smærri atriði sem aðgreina þessa leiki eiga þeir allir eitt sameiginlegt. Þeir eru erfiðir. Það er í rauninni hvorki gott eða slæmt því þeir hafa oftar en ekki verið vel gerðir og góðir leikir. Það sem þessir leikir krefjast þó flestir, er mikill tími. Nioh 2 er þar ekki undanskilinn. Hann krefst gífurlega mikils tíma og eins og í flestum þessum leikjum fer sá tími í það að drepa sömu karlana aftur og aftur og aftur. Það þarf að læra á óvini leiksins, vopnin, hæfileikana, aukahæfileikana og allt draslið sem maður finnur út um allt. Það þarf að læra of mikið. Þetta hefur ávalt stuðað mig við spilun þessara leikja. Það er gaman þegar leikir eru krefjandi en það er auðvelt að fá nóg. Ég heyri í höfðinu á mér einhverja drullusokka, og þið eruð svo sannarlega drullusokkar, segja: „Git gud“ með pirrandi tón en þetta er ekki endilega spurning um það. Fyrir mér er þetta það að leikurinn, og flestir aðrir þessir leikir, virðast vera lærdómur en ekki skemmtun. Þrátt fyrir það finnst mér Nioh-leikirnir þó meðal betri Souls-Borne leikja. Sjá einnig: Mikið meira en bara klón Skemmtilegt og fjölbreytt bardagakerfi Bardagakerfi Nioh 2 er mjög svipað þess fyrri. Það eru fjölmargar tegundir af vopnum, auk boga og byssa, og með hverju þeirra er hægt að gera tvær mismunandi árásir. Þunga og létta. Þung tekur meiri tíma, kostar meiri orku en skilar meiri skaða. Létt er öfugt. Eins og í fyrri leiknum eru einnig mismunandi bardagastílar. Einn stíllinn gefur þyngri högg sem kosta meiri orku og maður er ekki jafn frár á fæti. Annar stíll gefur léttari högg sem kosta minni orku og maður er sneggri. Þriðji stíllinn er svo mitt á milli. Hvert vopn leiksins er frábrugðið hinu og það getur verið sérstaklega gaman að sveifla þeim. Maður safnar svo reynslupunktum fyrir að notast við tiltekin vopn og verður betri með þau. Hide getur þar að auki borið tvö vopn sem hjálpar manni að takast á við mismunandi óvini og bardagastíla þeirra. Það eykur einnig endurspilunargildi Nioh 2. Djöflarnir eru víða í Nioh 2.Team Ninja Bardagakerfið er mjög flókið og það er oft erfitt að muna eftir því hvaða möguleikum maður getur beytt í leiknum. Því ofan á vopnin bætast hlutir eins og ninjastjörnur, galdrar. sérstakir ninja-hæfileikar og sálir. Allt tekið saman, þá er þetta haugur af shitti sem maður þarf að hafa í huga. Aftur finnst manni eins og maður sé að læra eitthvað rugl fag. Varðandi útlit er Nioh 2 nánast eins og Nioh 1. Enda gerast báðir leikirnir í Japan og á svipuðum tíma. Ég spilaði leikinn í PlayStation og hann keyrir mjög vel, ef svo má að orði komast. Lítið sem ekkert um hikst og biðtímar tiltölulega stuttir, sem er gott, því maður deyr oft. Samantekt-ish Nioh 2 er hinn fínasti leikur. Bardagar eru oftar en ekki hraðir og skemmtilegir. Manni er þó refsað hræðilega fyrir mistök og leikurinn krefst gífurlegrar einbeitningar og mikils tíma. Í stuttu máli sagt, ef þú fílar Souls leikina og aðra svipaða leiki sem hafa litið dagsins ljós, eins og Sekiro, þá munt þú að öllum líkindum hafa gaman af Nioh 2. Hafðu bara í huga að þetta er ekki leikur sem maður kíkir aðeins í. Hann krefst mikils tíma og töluverðrar geðheilsu. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Umfangsmikil átök Sengoku-tímabilsins hafa leitt til mikillar útbreiðslu djöfla, drýsla og annarra drullusokka í Japan. Þessa djöfla þarf að stöðva og hver er betur til þess fallin en djöfulblendingur og ninja/samurai, sem kallast Hide. Hálf ninja, hálfur samurai og hálfur djöfull. Eitthvað svoleiðis. Hann er líka mállaus en það er allt í lagi, því sagan skiptir litlu sem engu máli. Nioh 2 er eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á, nokkurs konar framhald af Nioh, leiknum frá Team Ninja. Að þessu sinni spilar maður tilbúna persónu, karl eða konu, sem býr yfir sérstökum hæfileikum sem byggja á því að móðir persónunnar var djöfull. Leikurinn gerist í raun bæði á undan og eftir Nioh en sögurnar tengjast lítið sem ekki neitt. Souls-leikirnir eða leikir sem svipa til þeirra eru orðnir ansi margir. Þó það er mörg smærri atriði sem aðgreina þessa leiki eiga þeir allir eitt sameiginlegt. Þeir eru erfiðir. Það er í rauninni hvorki gott eða slæmt því þeir hafa oftar en ekki verið vel gerðir og góðir leikir. Það sem þessir leikir krefjast þó flestir, er mikill tími. Nioh 2 er þar ekki undanskilinn. Hann krefst gífurlega mikils tíma og eins og í flestum þessum leikjum fer sá tími í það að drepa sömu karlana aftur og aftur og aftur. Það þarf að læra á óvini leiksins, vopnin, hæfileikana, aukahæfileikana og allt draslið sem maður finnur út um allt. Það þarf að læra of mikið. Þetta hefur ávalt stuðað mig við spilun þessara leikja. Það er gaman þegar leikir eru krefjandi en það er auðvelt að fá nóg. Ég heyri í höfðinu á mér einhverja drullusokka, og þið eruð svo sannarlega drullusokkar, segja: „Git gud“ með pirrandi tón en þetta er ekki endilega spurning um það. Fyrir mér er þetta það að leikurinn, og flestir aðrir þessir leikir, virðast vera lærdómur en ekki skemmtun. Þrátt fyrir það finnst mér Nioh-leikirnir þó meðal betri Souls-Borne leikja. Sjá einnig: Mikið meira en bara klón Skemmtilegt og fjölbreytt bardagakerfi Bardagakerfi Nioh 2 er mjög svipað þess fyrri. Það eru fjölmargar tegundir af vopnum, auk boga og byssa, og með hverju þeirra er hægt að gera tvær mismunandi árásir. Þunga og létta. Þung tekur meiri tíma, kostar meiri orku en skilar meiri skaða. Létt er öfugt. Eins og í fyrri leiknum eru einnig mismunandi bardagastílar. Einn stíllinn gefur þyngri högg sem kosta meiri orku og maður er ekki jafn frár á fæti. Annar stíll gefur léttari högg sem kosta minni orku og maður er sneggri. Þriðji stíllinn er svo mitt á milli. Hvert vopn leiksins er frábrugðið hinu og það getur verið sérstaklega gaman að sveifla þeim. Maður safnar svo reynslupunktum fyrir að notast við tiltekin vopn og verður betri með þau. Hide getur þar að auki borið tvö vopn sem hjálpar manni að takast á við mismunandi óvini og bardagastíla þeirra. Það eykur einnig endurspilunargildi Nioh 2. Djöflarnir eru víða í Nioh 2.Team Ninja Bardagakerfið er mjög flókið og það er oft erfitt að muna eftir því hvaða möguleikum maður getur beytt í leiknum. Því ofan á vopnin bætast hlutir eins og ninjastjörnur, galdrar. sérstakir ninja-hæfileikar og sálir. Allt tekið saman, þá er þetta haugur af shitti sem maður þarf að hafa í huga. Aftur finnst manni eins og maður sé að læra eitthvað rugl fag. Varðandi útlit er Nioh 2 nánast eins og Nioh 1. Enda gerast báðir leikirnir í Japan og á svipuðum tíma. Ég spilaði leikinn í PlayStation og hann keyrir mjög vel, ef svo má að orði komast. Lítið sem ekkert um hikst og biðtímar tiltölulega stuttir, sem er gott, því maður deyr oft. Samantekt-ish Nioh 2 er hinn fínasti leikur. Bardagar eru oftar en ekki hraðir og skemmtilegir. Manni er þó refsað hræðilega fyrir mistök og leikurinn krefst gífurlegrar einbeitningar og mikils tíma. Í stuttu máli sagt, ef þú fílar Souls leikina og aðra svipaða leiki sem hafa litið dagsins ljós, eins og Sekiro, þá munt þú að öllum líkindum hafa gaman af Nioh 2. Hafðu bara í huga að þetta er ekki leikur sem maður kíkir aðeins í. Hann krefst mikils tíma og töluverðrar geðheilsu.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira