Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 07:00 Ásgeir Örn lék lengi undir stjórn Guðmundar hjá landsliðinu og ber honum söguna vel. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira