Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 20:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Jóhann hefur aðeins leikið sjö deildarleiki fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum. Þess vegna ríkti óvissa um það hvort hann gæti spilað með landsliðinu um að komast á EM. Leiknum við Rúmeníu, sem fara átti fram 26. mars, var hins vegar frestað til 4. júní. „Þetta tímabil er búið að vera gríðarlega erfitt hjá mér, meiðslalega séð. Það eru mörg vöðvameiðsli búin að vera að stríða mér. Ég var meiddur í kálfanum en ég hefði verið „fit“ og ég hefði spilað þennan leik. Ég hefði örugglega æft 1-2 sinnum með liðinu en ég hefði bara gert það og keyrt á þetta. Ég var kominn á þokkalegan stað og held að ég hefði náð þessum leik,“ sagði Jóhann í Sportinu í dag. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og hefur Jóhann getað nýtt hléið sem nú er í fótboltanum til að koma skrokknum í enn betra ástand: „Ég er náttúrlega búinn að missa mikið af fótbolta á þessu tímabili og það yrði náttúrulega frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu leiki sem eftir eru af úrvalsdeildinni og svo þessa leiki með landsliðinu. En það er ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað, hvenær sem það verður, þá verð ég 100 prósent klár.“ Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Sjá meira