„Var Loga að þakka sem er meistari í að peppa upp góða stemningu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 18:00 Logi og Ásgeir voru samherjar hjá bæði Lemgo og íslenska landsliðinu. vísir/samsett Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé Loga Geirssyni að þakka að EHF-bikarinn sem Lemgo vann árið 2006 hafi endað hér á landi. Lemgo hafði þá betur í tveimur leikjum gegn Göppingen í úrslitaeinvíginu. Íslendingarnir sem léku með liðinu á þeim tíma, Hafnfirðingarnir Ásgeir og Logi, komu með bikarinn hingað til Íslands og það voru mikil hátíðarhöld. Ásgeir segir að Logi hafi átt þessa hugmynd en Ásgeir var gestur í Sportinu í dag sem var sýnt í gær. „Það er Loga að þakka. Hann er meistari í að peppa upp góða stemningu sem hann virkilega gerði þarna. Þetta var ógeðslega gaman,“ sagði Ásgeir áður en Kjartan Atli skaut inn að Logi væri komið með einhverskonar gerð af Silver-geli í hárið: „Þarna voru þeir komnir langt með það í þróunarferlinu.“ Ásgeir fór 21 árs út til Lemgo og hann segir að þetta hafi ekki verið neitt dans á rósum til að byrja með. Hann fékk þó traustið undir lok leiktíðarinnar og heldur betur sýndi hvað í honum býr. „Þetta var ótrúlega gaman. Það gekk brösuglega hjá mér í byrjun og fyrsta árið var erfitt. Sérstaklega fyrstu mánuðirnir en svo fór þetta að smella undir lokin og það voru einhver meiðsli svo þeir þurftu að nota mig síðustu tvo mánuðina.“ „Þar á meðal var það í þessum einvígum og það gekk ljómandi vel. Það var í fyrsta skipti sem ég fann að ég ætti eitthvað í þetta,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportið í dag - Ásgeir Örn um EHF-bikarinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að það sé Loga Geirssyni að þakka að EHF-bikarinn sem Lemgo vann árið 2006 hafi endað hér á landi. Lemgo hafði þá betur í tveimur leikjum gegn Göppingen í úrslitaeinvíginu. Íslendingarnir sem léku með liðinu á þeim tíma, Hafnfirðingarnir Ásgeir og Logi, komu með bikarinn hingað til Íslands og það voru mikil hátíðarhöld. Ásgeir segir að Logi hafi átt þessa hugmynd en Ásgeir var gestur í Sportinu í dag sem var sýnt í gær. „Það er Loga að þakka. Hann er meistari í að peppa upp góða stemningu sem hann virkilega gerði þarna. Þetta var ógeðslega gaman,“ sagði Ásgeir áður en Kjartan Atli skaut inn að Logi væri komið með einhverskonar gerð af Silver-geli í hárið: „Þarna voru þeir komnir langt með það í þróunarferlinu.“ Ásgeir fór 21 árs út til Lemgo og hann segir að þetta hafi ekki verið neitt dans á rósum til að byrja með. Hann fékk þó traustið undir lok leiktíðarinnar og heldur betur sýndi hvað í honum býr. „Þetta var ótrúlega gaman. Það gekk brösuglega hjá mér í byrjun og fyrsta árið var erfitt. Sérstaklega fyrstu mánuðirnir en svo fór þetta að smella undir lokin og það voru einhver meiðsli svo þeir þurftu að nota mig síðustu tvo mánuðina.“ „Þar á meðal var það í þessum einvígum og það gekk ljómandi vel. Það var í fyrsta skipti sem ég fann að ég ætti eitthvað í þetta,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportið í dag - Ásgeir Örn um EHF-bikarinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira