Juventus gæti þurft að selja Ronaldo vegna COVID-19 og þá mögulega til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:00 Það myndu örugglega margir fagna því að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United. Getty/Koji Watanabe Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira