Hættur við að hætta til þess að endurnýja kynnin við Brady en nú hjá Buccaneers Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 07:30 Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers. vísir/getty Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020 NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira
Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Sjá meira