Blómasala í miklum blóma þvert á væntingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 15:30 Blómin gleðja. Unsplash/Ivan Jectic Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Þrátt fyrir að blómasala hafi tekið dýfu strax eftir að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð hefur blómasala tekið við sér á nýjan leik. Segja má að hún sé í miklum blóma. „Þegar að samkomubannið var sett á kom góð dýfa í sölu. Skiljanlega, það héldu allir að sér höndum. Blómakaupmenn vissu ekki hvað biði þeirra enda engar samkomur eða athafnir framundan,“ segir Axel Sæland hjá garðyrkustöðinni Espiflöt í samtali við Vísi. Því undirbjuggu Axel og félagar sig undir minnkandi sölu, ráðgerðu að setja starfsmenn í 70 prósent starf samkvæmt hlutabótaleiðinni og undirbjuggu hvernig væri hægt að draga úr framleiðslu. Áfram var þó selt í stórmarkaði og til blómaverslana. „Í framhaldinu fundu blómasalar fyrir því að fólk væri að leita að einhverju til að gleðja og ekkert endilega bara sjálft sig. Það er náttúrulega mjög mikið af fólki sem hefur verið í einangrun. Fólk vildi koma einhverju til þeirra og gleðja þá með einhverju. Blóm urðu greinilega fyrir valinu þar. Það má segja að þetta sé snertifrí gjöf,“ segir Axel. Hin blómstrandi blómasala hefur gert það að verkum að Espiflöt þarf ekki að nýta sér hlutabótaleiðina, starfsmenn eru í 100 prósent vinnu og ekki þarf að draga úr framleiðslu. Og staðan er nú þannig að það er beðið eftir framleiðslunni hjá Espiflot og telur Axel að það sama sé uppi á teningunum hjá kollegum hans í greininni. „Það er enginn að kvarta allavega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðyrkja Verslun Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira