Viðskipti innlent

Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jónas Þór Guðmundsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar.
Jónas Þór Guðmundsson er stjórnarformaður Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm

Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir einnig að á fundinum hafi Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipað í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um félagið, en engar breytingar voru gerð á skipan stjórnar frá síðasta starfsári. Þá kom fram á fundinum að ríkið gerir arðsemiskröfu til eigin fjár Landsvirkjunar upp á 7,5 prósent.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Á fyrsta fundi stjórnarinnar var Jónas endurkjörinn formaður og Álfheiður varaformaður.

Ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2019 má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×