Landsvirkjun

Fréttamynd

Hafa sótt um bráða­birgða­leyfi

Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veiti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála.

Innlent
Fréttamynd

Vönduð vinnu­brögð - alltaf!

Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur á byrjunar­reit

Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmt um form, ekki efni

Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

Dómurinn von­brigði en virkjunin ekki út úr myndinni

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Nú verður að hafa hraðar hendur“

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hversu mikið er nóg?

Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­kvæmur kostur utan friðlands

Einn af okkar álitlegustu virkjanakostum, Kjalölduveita, er nú til umfjöllunar á Alþingi. Lagt er til að virkjanakosturinn verði áfram í biðflokki til að hægt sé að meta áhrif hans og bera saman við aðra kosti sem við höfum til að mæta vaxandi orkuþörf.

Skoðun
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingaskrum Lands­virkjunar

Stundum þegar illa gengur að selja vöru eða þjónustu er viðkomandi vöru pakkað í nýjar umbúðir og jafnvel gefið nýtt nafn í þeirri von að betur gangi.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum hag­kvæmu virkjunarkostina

Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsváin bíður ekki

Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri.

Skoðun
Fréttamynd

Lax­menn Lands­virkjunar

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun semur lög um bráða­birgða­virkjanir

Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Blöndu­lón fyllist sögu­lega snemma og staðan góð í lónum

Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. Vatnsbúskapur í miðlunarlónum Landsvirkjunar er almennt heldur betri en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíðin er raf­mögnuð

Miklum samfélagsbreytingum fylgir þörf fyrir meiri endurnýjanlega orku. Við Íslendingar búum svo vel að hafa beislað náttúruöflin með nýtingu vatnsafls og jarðvarma á 20. öld. Það var mikið heillaskref.

Skoðun