Telja amfetamínbasa framleiddan á Íslandi: Lögðu hald á 13,5 lítra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. apríl 2020 19:00 Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda. Lögreglumál Fíkn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lögreglan telur amfetamínbasa nú framleiddan hér á landi en síðustu mánuði hefur verið lagt hald á 13,5 lítra í umfangsmiklum málum er varða skipulagða glæpastarfsemi. Sjö manns, sem taldir eru tilheyra erlendum glæpahópum, hafa verið í gæsluvarðhaldi grunaðir um amfetamínframleiðslu og aðra glæpi. Síðustu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haft til rannsóknar mjög umfangsmikið mál er varðar skipulagða brotastarfsemi, ætlaðri framleiðslu amfetamíns og peningaþvætti. Sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í janúar en þá hafði rannsókn málsins staðið lengi. Húsleit var gerð á á annan tug staða víða á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á mikið magn fíkniefna. Mennirnir hafa allir verið látnir lausir úr haldi enda ekki hægt að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi en í 12 vikur, ef ekki hefur verið gefin út ákæra. Í mars var svo einn til viðbótar, erlendur karlmaður, handtekinn vegna málsins og sætir sá gæsluvarðhaldi. Gerð var húsleit á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við handtökuna þar sem talsvert magn af amfetamínbasa fannst. Í málunum hefur samanlagt verið lagt hald á 13,5 lítra af amfetamínbasa, auk tilbúinna fíkniefna sem talið er að hafi verið framleidd hérlendis. Einnig fannst mikið magn af sterum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem umbreytt er í duft og svo þynnt út með efnum áður en það fer í sölu á götunni en áætla má að úr einum lítra sé hægt að fá þrjú kíló af amfetamíni. „Núna á síðustu mánuðum höfum við verið að taka fíkniefni sem má selja á götunni fyrir rúmlega 230 milljónir. Þetta eru bæði Íslendingar og útlendingar og við erum að skoða og höfum það að þarna eru tengsl við erlenda brotahópa líka,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir að við rannsókn málsins hafi lögregla fundið amfetamínframleiðslu en grunur leikur á að basinn sem notaður var við framleiðsluna sé einnig framleiddur hér á landi. Aðeins einu sinni hefur amfetamínbasaframleiðsla fundist hér á landi en það var árið 2008 í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði. Árið 2012 gerði lögreglan upptækan búnað til að fara í slíka framleiðslu og náði því að stöðva framleiðsluna áður en hún fór af stað. „Við erum nú að skoða hvort framleiðslan sé í meira mæli en við höldum í amfetamínbasa hér á landi, en hún er einhver,“ segir Margeir og bætir við að þetta sé mikið áhyggjuefni. „Þetta er flókið ferli og það þarf kunnáttumenn í þetta. Við að framleiða amfetamínbasa er mikil sprengjuhætta og það er ekki á færi hvers sem er að fara út í þetta,“ segir Margeir. Þá sé mikil hætta á eitrun vegna framleiðslunnar ef efnin eru ekki meðhöndluð rétt, sem gæti leitt til dauða. Í báðum málunum er einnig verið að rannsaka peningaþvætti. „Þá erum við með andlag í fjármunabrotunum fyrir um hálfan milljarð króna rúmlega. Þetta er allt frá húsnæði, bílum og dýrum munum sem fólk safnar sér,“ segir Margeir. Fleiri umfangsmikil mál eru til rannsóknar hjá embættinu og má þar nefna svokallað Hvalfjarðarmál. Það snýr einnig að skipulagða brotastarfsemi, peningaþvætti og framleiðslu fíkniefna. Margeir segist ekki geta tjáð sig um það mál að svo stöddu. Sjá einnig: Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Við aðgerðirnar í báðum málunum hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollyfirvalda.
Lögreglumál Fíkn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira