Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Síðari hluti hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 18:00 Eflaust munu Garðbæingar aldrei toppa Evrópuævintýri sitt árið 2014. Vísir/Daníel Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. Fyrr í dag fórum við yfir eftirminnilegustu Evrópuleiki KR, Vals og leik ÍBV gegn Rauðu Stjörnunni þegar David James varði mark Eyjamanna. Hér að neðan munum við fara yfir ótrúlegt gengi Stjörnunnar árið 2014, þegar FH var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og magnaða sigra Breiðabliks. Stjarnan 3-2 Motherwell (eftir framlengingu) (Evrópudeildin, 2014) Byrjunarlið Stjörnunnr: Ingvar Jónsson, Niclas Vemmelund, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Hörður Árnason. Ólafur Finsen, Atli Jóhannsson, Michael Præst Möller, Pablo Punyed, Arnar Már Björgvinsson, Veigar Páll Gunnarsson (4-5-1). Eftir að hafa slátrað Bangor City frá Wales í 1. umferð samtals 8-0 þá mættu Garðbæingar sterku liði Motherwell frá Skotlandi. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 2-2 jafntefli og því var mikil spenna þegar Skotarnir heimsóttu Garðabæinn. Steven Hammell kom Motherwell yfir með marki úr hornspyrnu eftir slaka dekkningu Stjörnunnar. Um miðbik hálfleiksins var brotið á Atla Jóhannssyni innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ólafur Karl Finsen fór á punktinn og skoraði af öryggi, ekki hans eina mikilvæga víti þetta sumarið. Gestirnir komust aftur yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Lionel Ainsworth var einn á auðum sjó á fjærstöng og renndi knettinum í netið. Virtist sem það yrði sigurmark rimmunnar og Skotarnir væru á leið áfram en allt kom fyrir ekki. Varamaðurinn Rolf Toft fékk þá sendingu frá Atla, sem átti svo sannarlega eftir að koma meira við sögu, og jafnaði leikinn með góðu skoti. Líkt og í Skotlandi lauk leiknum með 2-2 jafntefli og því þurfti að framlengja. Það var svo á 114. mínútu sem maður leiksins, Atli Jóhannsson, fékk knöttinn fyrir utan teig Motherwell eftir innkast og lét vaða á markið. Knötturinn flaug í netið, óverjandi fyrir markvörð gestanna, og stuðningsmenn Stjörnunnar sem og leikmenn gjörsamlega trylltust. Lokatölur 3-2 Stjörnunni í vil og þar með ljóst að liðið myndi mæta pólska stórliðinu Lech Poznan í næstu umferð. Sem er næsti leikur Stjörnunnar á listanum. „Var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið. Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki,“ sagði Atli Jó í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leik. Ólafur Karl Finsen skoraði alls þrjú mörk, öll úr vítum, af þeim fimm sem Stjarnan skoraði í einvíginu gegn Motherwell ásamt því að spila stóran þátt í sigurmarki Atla, eða svo fannst honum. „Þetta var frábær stoðsending úr innkastinu, hann þurfti voða lítið að gera eftir það,“ sagði Ólafur kíminn eftir leik. Þá má einnig til gaman geta að þarna kom HÚH-ið til Íslands. Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar stálu því af Motherwell og Tólfan, stuðningssveit Íslands, fékk það svo að láni. Atli og Ólafur Karl voru gulls í gildi fyrir Stjörnuna sumarið 2014.Vísir/Daníel Stjarnan 1-0 Lech Poznan (Evrópudeildin, 2014) Byrjunarlið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson, Niclas Vemmelund, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Hörður Árnason, Ólafur Finsen, Atli Jóhannsson, Michael Præst, Pablo Punyed, Arnar Már, Rolf Toft (4-5-1). Lech Poznan hafði verið í Meistaradeild Evrópu nokkrum árum áður og könnuðust því flestir Íslendingar við liðið. Þá fékk Silfurskeiðin verðuga samkeppni í stúkunni. Fyrri leikur liðanna í Garðabænum var ekki mikið fyrir augað. Heimamenn vörðust á mörgum mönnum og ætlaði sér greinilega að nýta skyndisóknir til hins ítrasta. Stjarnan hafði lært af einvíginu gegn Motherwell og gaf engin ódýr færi á sér. Í þá fáu skipti sem leikmenn Lech Poznan komust í færi þá sá Ingvar Jónsson við þeim í marki Garðbæinga. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en það átti eftir að breytast í þeim síðari en í upphafi hans skoraði Rolf Tof. Að sjálfsögðu eftir skyndisókn. Í kjölfarið lögðust heimamenn í skotgrafirnar og vörðu fenginn hlut. Gekk það eftir og lokatölur í Garðabænum það kvöldið 1-0. Síðari leiknum lauk með markalausu jafntefli og Stjarnan mætti Inter Milan í næstu umferð. Þar töpuðu þeir samtals 9-0 og áttu aldrei möguleika. Ef til vill eðlilegt þar sem Inter liðið var gríðarsterkt. Þekktustu nöfn liðsins voru markvörðurinn Samir Handanovic, varnarmennirnir Nemanja Vidic sem og Andrea Ranocchia, króatíski landsliðsmaðurinn Mateo Kovačić og argentíski framherjinn Mauro Icardi. Þó kom hinn stórskemmtilegi Daniel Osvaldo af bekknum en sá hætti knattspyrnuiðkun um þrítugt til að gerast tónlistarmaður eftir skrautlegan feril sem inniheldur þrettán lið en hann tók skóna af hillunni á þessu ári. Eins og ótrúlegt og það hljómar var Inter eitt af aðeins tveimur liðum til að leggja Stjörnuna af velli sumarið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið eins og frægt er en tapaði þó ótrúlegt megi virðast fyrir Þrótti Reykjavík í bikarnum. Sturm Graz 0-1 Breiðablik, eftir framlengingu (Evrópudeildin, 2013) Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Rene Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman, Elfar Árni Aðalsteinsson, Nichlas Rohde, Ellert Hreinsson (5-3-2). Eftir markalaust jafntefli á Kópavogsvelli í fyrri umferð liðanna þá beið Blika erfitt verkefni í Austurríki. Eðlilega voru heimamenn meira með boltann nær allan leikinn en þeim tókst þó ekki að skapa sér mörg færi opin marktækifæri. Ef þeir komust framhjá framtíðar landsliðsmanninum Sverri Inga þá var Gunnleifur mættur til að verja það sem verja þurfti. Eina mark fyrri hálfleiks gerðu Blikar undir lok fyrir hálfleiks. Nichlas Rohde fíflaði þá varnarmann heimamanna og lagði knöttinn fyrir markið þar sem Ellert Hreinsson svo gott sem tæklaði tuðruna í netið. Staðan orðin 1-0 og allt í einu þurfti Sturm Graz að skora tvívegis til að komast áfram. Þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Elfar Árni sitt annað gula spjald og þar með rautt. Því voru það tíu Blikar sem börðust af lífi og sál síðustu mínútur leiksins. Þeim tókst það og magnaður 0-1 útisigur staðreynd. Andri Rafn Yeoman átti líkt og aðrir Blikar frábæran leik gegn Sturm Graz.Vísir/Arnþór Breiðablik 1-0 Aktobe (Evrópudeildin, 2013) Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson, Þórður Steinar, Sverrir Ingi, Rene Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri, Tómas Óli, Andri Rafn Yeoman, Elfar Árni, Guðjón Pétur, Ellert Hreinsson (5-3-2). Eftir sigurinn á Sturm Graz beið Aktobe frá Kasakstan en síðarnefnda liðið hafði mætt FH fjórum árum áður og unnið einvígið samtals 6-0. Fyrri leikur liðanna fór fram í Kazakhstan og sluppu Blikar með 1-0 tap á erfiðum útivelli. Þeir voru því fullir bjartsýni fyrir síðari leik liðanna á Laugardalsvelli en Aktobe neitaði að spila á Kópavogsvelli. Eftir brösuga byrjun fundu heimamenn taktinn og var bakvörðurinn Kristinn Jónsson með áætlunarferðir upp vinstri vænginn. Eftir eina slíka ferð kom hann knettinum á Finn Orra Margeirsson, sem hafði fyrir leikinn ekki skorað í 100 leikjum í efstu deild. Finnur Orri valdi hins vegar rétta augnablikið en hann lagði knöttinn neðst í vinstra markhornið og kom Blikum í 1-0. Í kjölfarið settu Aktobe allt sitt púður í sóknarleikinn en tókst ekki að skora og þar sem staðan í einvíginu var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Þar gekk liðunum ekki mikið betur að finna netmöskvana og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Bæði lið virtust algjörlega búin á því og það sást á vítaspyrnum liðanna. Eftir tvær slíkar á lið var enn markalaust í vítakeppninni. Því miður skoruðu gestirnir frá Kasakstan úr næstu tveimur á meðan Nichlas Rohde var eini Blikinn sem skoraði úr sinni spyrnu. Lokatölur í vítaspyrnukeppninni 2-1 fyrir Aktobe en Blikar spyrntu á undan. Skelfilegur endir á frábæru Evrópuævintýri Blika. Leikmenn Aktobe gátu leyft sér að fagna eftir eina undarlegustu vítaspyrnukeppni síðari ára.Vísir/Arnþór Dunfermline FC 1-2 FH (Evrópudeildin, 2004) Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Fredsgaard Nielsen, Freyr Bjarnason, Emil Hallfreðsson, Jónas Grani Garðarson, Baldur Bett, Allan Bordvardt, Heimir Guðjónsson, Jón Þorgrímur Stefánsson (4-4-2). Jafntefli í Kaplakrika gaf ekki góð fyrirheit fyrir síðari leik liðanna þó svo það væri alltaf möguleiki á sigri. FH-ingar ákváðu að vera með smá skæting og neituðu að spila á heimavelli Dunfermline en það var, og er eflaust enn, gervigrasvöllur. Því var leikið á heimavelli St. Johnstone í staðinn. Mikil umferð var fyrir leikinn og áhorfendur heimaliðsins voru enn að mæta þegar hálftími var liðinn. Ekki að þeir hafi misst af miklu en staðan var markalaus þegar fyrri hálfleik lauk. Heimamenn voru mikið mun sterkari aðilinn en Emil Hallfreðsson var nálægt því að skora algjört draumamark þegar skot hans af tæplega 30 metra færi small í marksúlunum. Skotarnir refsuðu á 70. mínútu þegar Gary Demspey skoraði af stuttu færi. FH-ingar voru hins vegar ekki mikið fyrir að tapa leikjum á þessum árum og þegar sjö mínútur voru eftir jafnaði Ármann Smári Björnsson metin. Vefsíða Dunfermline vill meina að Ármann hafi verið rangstæður en flaggið fór ekki á loft og markið stóð. Það var síðan í uppbótartíma sem sigurmarkið kom. Emil tók hornspyrnu sem sveif yfir á fjærstöngina þar sem enginn annar en Tommy Nielsen stangaði knöttinn í netið og staðan orðin 2-1. Tommy skoraði aðeins 19 mörk í 238 leikjum hér á landi svo þetta var eins og þruma úr heiðskíru. Þessi þruma kom FH-ingum áfram í næstu umferð þar sem þeir áttu því miður aldrei möguleika. En kvöldið í Skotlandi lifir enn í minningu Hafnfirðinga. Braga 3-2 FH (Evrópudeildin, 2017) Byrjunarlið FH: Gunnar Nielsen,Guðmundur Karl Guðmundsson, Pétur Viðarsson , Kassim Doumbia, Böðvar Böðvarsson, Robbie Crawford, Emil Pálsson, Davíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason, Steven Lennon, Halldór Orri Björnsson. Eftir 2-1 tap á heimavelli gegn portúgalska liðinu Braga var ljóst að það var við ramman reip að draga í síðari leik liðanna. Gestirnir úr Hafnafirði mættu hins vegar vel stemmdir til leiks í sumarsólinni í Portúgal. FH-ingar fagna marki sínu gegn Braga í Kaplakrika.Vísir/Anton Ef það kom fólki á óvart þegar Finnur Orri skoraði fyrir Blika gegn Aktobe þá hefur fólk varla trúað sínum eigin augum þegar Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, fagnaði fyrsta marki leiksins á 16. mínú. Markið skoraði hann með fínum skalla eftir sendingu Atla Guðnasonar. Adam var þó ekki lengi í paradís eða um það bil 23 mínútur. Þá jafnaði Paulinho metin fyrir heimamenn eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Hafnfirðinga. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Pawel Gil frá Póllandi flautaði til hálfleiks. Aftur byrjuðu gestirnir af krafti og AFTUR var það Böðvar sem skoraði, þar með varð hann fyrsti íslenski varnarmaðurinn til að skora tvívegis í einum og sama Evrópuleiknum. Aftur kom markið eftir fast leikatriði en Böðvar fylgdi vel á eftir er markvörður Braga varði skalla Péturs Viðarssonar út í vítateiginn. Staðan orðin 2-1 og allt í einu var leikurinn á leið í framlengingu. Það var þó enn töluvert eftir af leiknum. Hafnfirðingum tókst að halda heimamönnum í skefjum allt fram á 80. mínútu en þá jafnaði Paulinho aftur metin. Í kjölfarið gerðu FH allt sem þeir gátu til að skora þriðja mark sitt í leiknum en allt kom fyrir ekki og á endanum skoraði Dyego Sousa fyrir heimamenn. Lokatölur því 3-2 og samtals 5-3. Ef og hefði á hér vel við en hefði FH haldið í jafntefli á heimavelli er aldrei að vita hvað hefði gerst í Portúgal. Ekkert lið hefur verið jafn nálægt því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Braga endaði í riðli með Shakhtar Donetsk, Gent og Konyaspor. Sagan segir að Böðvar hafi gert veðmál við styrtarþjálfara og liðsstjóra FH fyrir leikinn að hann myndi skora þar sem hann fékk loks að fara inn í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum. Hann vann það veðmál. Böðvar böðlar knettinum í netið.EPA-EFE/HUGO DELGADO Keflavík 3-2 Midtjylland (Evrópudeildin, 2007) Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðmundur Viðar Mete, Guðjón Árni Antoníusson, Nicolai Jörgensen, Branislav Milicevic, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsen, Baldur Sigurðsson, Marco Kotilainen, Þórarinn Brynjar Kristjánsson (Leikkerfi vantar) Tveimur árum eftir að hafa tapað samtals 4-0 fyrir þýska liðinu Mainz, sem var þá undir stjórn Jurgens Klopp, þá unnu Keflvíkingar ótrúlegan 3-2 sigur á danska liðinu Midtjylland. Það blés ekki byrlega hjá heimamönnum í upphafi leiks en eftir aðeins 20. mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Mörkin bæði utan af vell, beint úr aukaspyrnu og svo gott skot hægri bakvarðar Midtjylland sem hafði leikið á hvern Keflvíkinginn á fætur öðrum. En Keflvíkingar létu ekki deigan síga. Fyrsta skoraði Guðmundur Steinarsson en hann fylgdi þá eftir vítaspyrnu sem hann tók sjálfur sem markvörður gestanna hafði varið. Svo áður en fyrri hálfleikur var úti þá hafði Þórarinn Kristjánsson jafnaði metin með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Færeyingnum fljúgandi, Símun Samuelsen. Það var svo Símun sjálfur sem skoraði sigurmark leiksins þegar rétt tæp klukkustund var liðin af leiknum. Skoraði hann með bylmingsskoti utan af velli og endurkoma Keflvíkinga fullkomnuð. Lokatölur 3-2 og heimamenn í fínum málum fyrir heimsóknina til Danmerkur. Þar voru Keflvíkingar eflaust svífandi um á bleiku skýi eftir að Baldur Sigurðsson kom þeim yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Heimamenn svöruðu hins vegar með tveimur mörkum í síðari hálfleik og fóru þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Breiðablik FH Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. Fyrr í dag fórum við yfir eftirminnilegustu Evrópuleiki KR, Vals og leik ÍBV gegn Rauðu Stjörnunni þegar David James varði mark Eyjamanna. Hér að neðan munum við fara yfir ótrúlegt gengi Stjörnunnar árið 2014, þegar FH var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og magnaða sigra Breiðabliks. Stjarnan 3-2 Motherwell (eftir framlengingu) (Evrópudeildin, 2014) Byrjunarlið Stjörnunnr: Ingvar Jónsson, Niclas Vemmelund, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Hörður Árnason. Ólafur Finsen, Atli Jóhannsson, Michael Præst Möller, Pablo Punyed, Arnar Már Björgvinsson, Veigar Páll Gunnarsson (4-5-1). Eftir að hafa slátrað Bangor City frá Wales í 1. umferð samtals 8-0 þá mættu Garðbæingar sterku liði Motherwell frá Skotlandi. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með 2-2 jafntefli og því var mikil spenna þegar Skotarnir heimsóttu Garðabæinn. Steven Hammell kom Motherwell yfir með marki úr hornspyrnu eftir slaka dekkningu Stjörnunnar. Um miðbik hálfleiksins var brotið á Atla Jóhannssyni innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Ólafur Karl Finsen fór á punktinn og skoraði af öryggi, ekki hans eina mikilvæga víti þetta sumarið. Gestirnir komust aftur yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Lionel Ainsworth var einn á auðum sjó á fjærstöng og renndi knettinum í netið. Virtist sem það yrði sigurmark rimmunnar og Skotarnir væru á leið áfram en allt kom fyrir ekki. Varamaðurinn Rolf Toft fékk þá sendingu frá Atla, sem átti svo sannarlega eftir að koma meira við sögu, og jafnaði leikinn með góðu skoti. Líkt og í Skotlandi lauk leiknum með 2-2 jafntefli og því þurfti að framlengja. Það var svo á 114. mínútu sem maður leiksins, Atli Jóhannsson, fékk knöttinn fyrir utan teig Motherwell eftir innkast og lét vaða á markið. Knötturinn flaug í netið, óverjandi fyrir markvörð gestanna, og stuðningsmenn Stjörnunnar sem og leikmenn gjörsamlega trylltust. Lokatölur 3-2 Stjörnunni í vil og þar með ljóst að liðið myndi mæta pólska stórliðinu Lech Poznan í næstu umferð. Sem er næsti leikur Stjörnunnar á listanum. „Var ekkert annað að gera en að negla á markið, enda með vindinn í bakið. Ég sá ekki hvert boltinn fór. Ég hélt fyrst að hann hafði farið yfir. Svo sá ég Ólaf Karl brosa út að eyrum og þá þurfti maður að finna eitthvað fagn. Það gekk eitthvað illa - menn trúðu þessu bara ekki,“ sagði Atli Jó í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leik. Ólafur Karl Finsen skoraði alls þrjú mörk, öll úr vítum, af þeim fimm sem Stjarnan skoraði í einvíginu gegn Motherwell ásamt því að spila stóran þátt í sigurmarki Atla, eða svo fannst honum. „Þetta var frábær stoðsending úr innkastinu, hann þurfti voða lítið að gera eftir það,“ sagði Ólafur kíminn eftir leik. Þá má einnig til gaman geta að þarna kom HÚH-ið til Íslands. Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar stálu því af Motherwell og Tólfan, stuðningssveit Íslands, fékk það svo að láni. Atli og Ólafur Karl voru gulls í gildi fyrir Stjörnuna sumarið 2014.Vísir/Daníel Stjarnan 1-0 Lech Poznan (Evrópudeildin, 2014) Byrjunarlið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson, Niclas Vemmelund, Daníel Laxdal, Martin Rauschenberg, Hörður Árnason, Ólafur Finsen, Atli Jóhannsson, Michael Præst, Pablo Punyed, Arnar Már, Rolf Toft (4-5-1). Lech Poznan hafði verið í Meistaradeild Evrópu nokkrum árum áður og könnuðust því flestir Íslendingar við liðið. Þá fékk Silfurskeiðin verðuga samkeppni í stúkunni. Fyrri leikur liðanna í Garðabænum var ekki mikið fyrir augað. Heimamenn vörðust á mörgum mönnum og ætlaði sér greinilega að nýta skyndisóknir til hins ítrasta. Stjarnan hafði lært af einvíginu gegn Motherwell og gaf engin ódýr færi á sér. Í þá fáu skipti sem leikmenn Lech Poznan komust í færi þá sá Ingvar Jónsson við þeim í marki Garðbæinga. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en það átti eftir að breytast í þeim síðari en í upphafi hans skoraði Rolf Tof. Að sjálfsögðu eftir skyndisókn. Í kjölfarið lögðust heimamenn í skotgrafirnar og vörðu fenginn hlut. Gekk það eftir og lokatölur í Garðabænum það kvöldið 1-0. Síðari leiknum lauk með markalausu jafntefli og Stjarnan mætti Inter Milan í næstu umferð. Þar töpuðu þeir samtals 9-0 og áttu aldrei möguleika. Ef til vill eðlilegt þar sem Inter liðið var gríðarsterkt. Þekktustu nöfn liðsins voru markvörðurinn Samir Handanovic, varnarmennirnir Nemanja Vidic sem og Andrea Ranocchia, króatíski landsliðsmaðurinn Mateo Kovačić og argentíski framherjinn Mauro Icardi. Þó kom hinn stórskemmtilegi Daniel Osvaldo af bekknum en sá hætti knattspyrnuiðkun um þrítugt til að gerast tónlistarmaður eftir skrautlegan feril sem inniheldur þrettán lið en hann tók skóna af hillunni á þessu ári. Eins og ótrúlegt og það hljómar var Inter eitt af aðeins tveimur liðum til að leggja Stjörnuna af velli sumarið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið eins og frægt er en tapaði þó ótrúlegt megi virðast fyrir Þrótti Reykjavík í bikarnum. Sturm Graz 0-1 Breiðablik, eftir framlengingu (Evrópudeildin, 2013) Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Rene Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri Margeirsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman, Elfar Árni Aðalsteinsson, Nichlas Rohde, Ellert Hreinsson (5-3-2). Eftir markalaust jafntefli á Kópavogsvelli í fyrri umferð liðanna þá beið Blika erfitt verkefni í Austurríki. Eðlilega voru heimamenn meira með boltann nær allan leikinn en þeim tókst þó ekki að skapa sér mörg færi opin marktækifæri. Ef þeir komust framhjá framtíðar landsliðsmanninum Sverri Inga þá var Gunnleifur mættur til að verja það sem verja þurfti. Eina mark fyrri hálfleiks gerðu Blikar undir lok fyrir hálfleiks. Nichlas Rohde fíflaði þá varnarmann heimamanna og lagði knöttinn fyrir markið þar sem Ellert Hreinsson svo gott sem tæklaði tuðruna í netið. Staðan orðin 1-0 og allt í einu þurfti Sturm Graz að skora tvívegis til að komast áfram. Þegar tíu mínútur lifðu leiks fékk Elfar Árni sitt annað gula spjald og þar með rautt. Því voru það tíu Blikar sem börðust af lífi og sál síðustu mínútur leiksins. Þeim tókst það og magnaður 0-1 útisigur staðreynd. Andri Rafn Yeoman átti líkt og aðrir Blikar frábæran leik gegn Sturm Graz.Vísir/Arnþór Breiðablik 1-0 Aktobe (Evrópudeildin, 2013) Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson, Þórður Steinar, Sverrir Ingi, Rene Troost, Kristinn Jónsson, Finnur Orri, Tómas Óli, Andri Rafn Yeoman, Elfar Árni, Guðjón Pétur, Ellert Hreinsson (5-3-2). Eftir sigurinn á Sturm Graz beið Aktobe frá Kasakstan en síðarnefnda liðið hafði mætt FH fjórum árum áður og unnið einvígið samtals 6-0. Fyrri leikur liðanna fór fram í Kazakhstan og sluppu Blikar með 1-0 tap á erfiðum útivelli. Þeir voru því fullir bjartsýni fyrir síðari leik liðanna á Laugardalsvelli en Aktobe neitaði að spila á Kópavogsvelli. Eftir brösuga byrjun fundu heimamenn taktinn og var bakvörðurinn Kristinn Jónsson með áætlunarferðir upp vinstri vænginn. Eftir eina slíka ferð kom hann knettinum á Finn Orra Margeirsson, sem hafði fyrir leikinn ekki skorað í 100 leikjum í efstu deild. Finnur Orri valdi hins vegar rétta augnablikið en hann lagði knöttinn neðst í vinstra markhornið og kom Blikum í 1-0. Í kjölfarið settu Aktobe allt sitt púður í sóknarleikinn en tókst ekki að skora og þar sem staðan í einvíginu var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Þar gekk liðunum ekki mikið betur að finna netmöskvana og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Bæði lið virtust algjörlega búin á því og það sást á vítaspyrnum liðanna. Eftir tvær slíkar á lið var enn markalaust í vítakeppninni. Því miður skoruðu gestirnir frá Kasakstan úr næstu tveimur á meðan Nichlas Rohde var eini Blikinn sem skoraði úr sinni spyrnu. Lokatölur í vítaspyrnukeppninni 2-1 fyrir Aktobe en Blikar spyrntu á undan. Skelfilegur endir á frábæru Evrópuævintýri Blika. Leikmenn Aktobe gátu leyft sér að fagna eftir eina undarlegustu vítaspyrnukeppni síðari ára.Vísir/Arnþór Dunfermline FC 1-2 FH (Evrópudeildin, 2004) Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Fredsgaard Nielsen, Freyr Bjarnason, Emil Hallfreðsson, Jónas Grani Garðarson, Baldur Bett, Allan Bordvardt, Heimir Guðjónsson, Jón Þorgrímur Stefánsson (4-4-2). Jafntefli í Kaplakrika gaf ekki góð fyrirheit fyrir síðari leik liðanna þó svo það væri alltaf möguleiki á sigri. FH-ingar ákváðu að vera með smá skæting og neituðu að spila á heimavelli Dunfermline en það var, og er eflaust enn, gervigrasvöllur. Því var leikið á heimavelli St. Johnstone í staðinn. Mikil umferð var fyrir leikinn og áhorfendur heimaliðsins voru enn að mæta þegar hálftími var liðinn. Ekki að þeir hafi misst af miklu en staðan var markalaus þegar fyrri hálfleik lauk. Heimamenn voru mikið mun sterkari aðilinn en Emil Hallfreðsson var nálægt því að skora algjört draumamark þegar skot hans af tæplega 30 metra færi small í marksúlunum. Skotarnir refsuðu á 70. mínútu þegar Gary Demspey skoraði af stuttu færi. FH-ingar voru hins vegar ekki mikið fyrir að tapa leikjum á þessum árum og þegar sjö mínútur voru eftir jafnaði Ármann Smári Björnsson metin. Vefsíða Dunfermline vill meina að Ármann hafi verið rangstæður en flaggið fór ekki á loft og markið stóð. Það var síðan í uppbótartíma sem sigurmarkið kom. Emil tók hornspyrnu sem sveif yfir á fjærstöngina þar sem enginn annar en Tommy Nielsen stangaði knöttinn í netið og staðan orðin 2-1. Tommy skoraði aðeins 19 mörk í 238 leikjum hér á landi svo þetta var eins og þruma úr heiðskíru. Þessi þruma kom FH-ingum áfram í næstu umferð þar sem þeir áttu því miður aldrei möguleika. En kvöldið í Skotlandi lifir enn í minningu Hafnfirðinga. Braga 3-2 FH (Evrópudeildin, 2017) Byrjunarlið FH: Gunnar Nielsen,Guðmundur Karl Guðmundsson, Pétur Viðarsson , Kassim Doumbia, Böðvar Böðvarsson, Robbie Crawford, Emil Pálsson, Davíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason, Steven Lennon, Halldór Orri Björnsson. Eftir 2-1 tap á heimavelli gegn portúgalska liðinu Braga var ljóst að það var við ramman reip að draga í síðari leik liðanna. Gestirnir úr Hafnafirði mættu hins vegar vel stemmdir til leiks í sumarsólinni í Portúgal. FH-ingar fagna marki sínu gegn Braga í Kaplakrika.Vísir/Anton Ef það kom fólki á óvart þegar Finnur Orri skoraði fyrir Blika gegn Aktobe þá hefur fólk varla trúað sínum eigin augum þegar Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, fagnaði fyrsta marki leiksins á 16. mínú. Markið skoraði hann með fínum skalla eftir sendingu Atla Guðnasonar. Adam var þó ekki lengi í paradís eða um það bil 23 mínútur. Þá jafnaði Paulinho metin fyrir heimamenn eftir að hann slapp einn í gegnum vörn Hafnfirðinga. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Pawel Gil frá Póllandi flautaði til hálfleiks. Aftur byrjuðu gestirnir af krafti og AFTUR var það Böðvar sem skoraði, þar með varð hann fyrsti íslenski varnarmaðurinn til að skora tvívegis í einum og sama Evrópuleiknum. Aftur kom markið eftir fast leikatriði en Böðvar fylgdi vel á eftir er markvörður Braga varði skalla Péturs Viðarssonar út í vítateiginn. Staðan orðin 2-1 og allt í einu var leikurinn á leið í framlengingu. Það var þó enn töluvert eftir af leiknum. Hafnfirðingum tókst að halda heimamönnum í skefjum allt fram á 80. mínútu en þá jafnaði Paulinho aftur metin. Í kjölfarið gerðu FH allt sem þeir gátu til að skora þriðja mark sitt í leiknum en allt kom fyrir ekki og á endanum skoraði Dyego Sousa fyrir heimamenn. Lokatölur því 3-2 og samtals 5-3. Ef og hefði á hér vel við en hefði FH haldið í jafntefli á heimavelli er aldrei að vita hvað hefði gerst í Portúgal. Ekkert lið hefur verið jafn nálægt því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Braga endaði í riðli með Shakhtar Donetsk, Gent og Konyaspor. Sagan segir að Böðvar hafi gert veðmál við styrtarþjálfara og liðsstjóra FH fyrir leikinn að hann myndi skora þar sem hann fékk loks að fara inn í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum. Hann vann það veðmál. Böðvar böðlar knettinum í netið.EPA-EFE/HUGO DELGADO Keflavík 3-2 Midtjylland (Evrópudeildin, 2007) Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðmundur Viðar Mete, Guðjón Árni Antoníusson, Nicolai Jörgensen, Branislav Milicevic, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsen, Baldur Sigurðsson, Marco Kotilainen, Þórarinn Brynjar Kristjánsson (Leikkerfi vantar) Tveimur árum eftir að hafa tapað samtals 4-0 fyrir þýska liðinu Mainz, sem var þá undir stjórn Jurgens Klopp, þá unnu Keflvíkingar ótrúlegan 3-2 sigur á danska liðinu Midtjylland. Það blés ekki byrlega hjá heimamönnum í upphafi leiks en eftir aðeins 20. mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Mörkin bæði utan af vell, beint úr aukaspyrnu og svo gott skot hægri bakvarðar Midtjylland sem hafði leikið á hvern Keflvíkinginn á fætur öðrum. En Keflvíkingar létu ekki deigan síga. Fyrsta skoraði Guðmundur Steinarsson en hann fylgdi þá eftir vítaspyrnu sem hann tók sjálfur sem markvörður gestanna hafði varið. Svo áður en fyrri hálfleikur var úti þá hafði Þórarinn Kristjánsson jafnaði metin með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Færeyingnum fljúgandi, Símun Samuelsen. Það var svo Símun sjálfur sem skoraði sigurmark leiksins þegar rétt tæp klukkustund var liðin af leiknum. Skoraði hann með bylmingsskoti utan af velli og endurkoma Keflvíkinga fullkomnuð. Lokatölur 3-2 og heimamenn í fínum málum fyrir heimsóknina til Danmerkur. Þar voru Keflvíkingar eflaust svífandi um á bleiku skýi eftir að Baldur Sigurðsson kom þeim yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Heimamenn svöruðu hins vegar með tveimur mörkum í síðari hálfleik og fóru þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Breiðablik FH Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00 Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. 23. apríl 2020 11:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti