Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:15 Knattspyrnusamband Evrópu vill helst að deildarkeppnir álfunnar verði leiknar til enda. Vísir/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi. Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi.
Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira