Dagskrá sjómannadagsins í Reykjavík aflýst í fyrsta sinn í 82 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:12 Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Hátíð hafsins Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Er það gert vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er segir í tilkynningu er þetta í fyrsta sinn í 83 ára sögu Sjómannadagsráðs sem dagskránni er aflýst en fyrsti sjómannadagurinn var haldinn árið 1938. Þá fellur dagskrá Hátíðar hafsins einnig niður en hana átti að halda dagana 6. og 7. júní við Gömlu höfnina. Engin breyting verður þó á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 83. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda föstudaginn 5. júní. „Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með minningarathöfn um drukknaða sjómenn, skrúðgöngu að Dómkirkjunni, þar sem árleg sjómannamessa fer fram auk heiðrunar sjómanna. Aldrei fyrr í sögu Sjómannadagsráðs hafa þessir viðburðir fallið niður enda er sjómannadagurinn ekki síst helgaður minningu látinna sjómanna. Árlega hefur Sjómannadagsráð jafnframt gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við Gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegri tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að árlega hafi allt að 40 þúsund gestir lagt leið sína á hafnarsvæðið um sjómannadagshelgina til þess „að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi eins og hægt er að kynna sér á vef hátíðarinnar, hatidhafsins.is. Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Sjávarútvegur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 7. júní næstkomandi hefur verið aflýst. Er það gert vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er segir í tilkynningu er þetta í fyrsta sinn í 83 ára sögu Sjómannadagsráðs sem dagskránni er aflýst en fyrsti sjómannadagurinn var haldinn árið 1938. Þá fellur dagskrá Hátíðar hafsins einnig niður en hana átti að halda dagana 6. og 7. júní við Gömlu höfnina. Engin breyting verður þó á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 83. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda föstudaginn 5. júní. „Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með minningarathöfn um drukknaða sjómenn, skrúðgöngu að Dómkirkjunni, þar sem árleg sjómannamessa fer fram auk heiðrunar sjómanna. Aldrei fyrr í sögu Sjómannadagsráðs hafa þessir viðburðir fallið niður enda er sjómannadagurinn ekki síst helgaður minningu látinna sjómanna. Árlega hefur Sjómannadagsráð jafnframt gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við Gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin sautján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegri tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að árlega hafi allt að 40 þúsund gestir lagt leið sína á hafnarsvæðið um sjómannadagshelgina til þess „að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi eins og hægt er að kynna sér á vef hátíðarinnar, hatidhafsins.is. Vegna takmarkana sem nú gilda af heilbrigðisástæðum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Sjávarútvegur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira