Ótrúleg hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2020 13:30 Roger Federere á ágætt hús en hann er samt sem áður frekar neðarlega á listanum. Það getur heldur betur borgað sig að gerast atvinnumaður í íþróttum. Þeir bestu verða oftast þeir ríkustu. YouTube-síðan Top 5 Best hefur tekið saman umfjöllun um hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims en sumir þeirra eru einfaldlega hættir í íþrótt sinni og lagstir í helgan stein. Um er að ræða menn eins og Roger Federer, David Beckham, Christiano Ronaldo, Bud Selig en hér að neðan má sjá listann í heild sinni. 15. Bud Selig, forseti MLB-deildarinnar í Bandaríkjunum, en hann er metinn á 400 milljónir dollara. Hann býr í risa villu í Milwaukee. 14. Roger Federer, tenniskappi, en hann er metinn á 450 milljónir dollara. Federer býr í undurfögru húsi í Valbella í Sviss. 13. David Beckham, knattspyrnumaður, sem metinn er á 450 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í 40 milljóna dollara húsi á besta stað í London. 12. Cristiano Ronaldo, knattspyrnumaður, en hann er metinn á 460 milljónir dollara. Hann á hús út um allan heim en fjárfesti á dögunum í fallegri villu í Tórínó. 11. Eddie Jordan, kappakstursmaður, sem metinn er á 470 milljónir dollara. Hann er löngu hættur að keppa en er mikill viðskiptamaður í dag og gat því byggt sér fallegt og stórt hús á Írlandi. 10. Lebron James, körfuboltamaður, er metinn á 480 milljónir dollara. Hann býr í villu í Los Angeles sem kostar litlar 23 milljónir dollara. 9. Kobe Bryant, körfuboltamaður, sem lést í janúar á þessu ári. Hann var metin á 500 milljónir dollara sem er nú í höndum Vanessa Bryant eiginkonu hans. Þau hjónin bjuggu saman í Newport í Kaliforníu í risavillu með öllu til heyrandi. 8. Floyd Mayweather, hnefaleikamaður, sem metinn er á 565 milljónir dollara. Hann býr risastóru húsi í Los Angeles. 7. Roger Staubach, fyrrum NFL stjarna, sem metinn er á 600 milljónir dollara og býr í Dallas í Texas. 6. Magic Johnson, körfuboltamaður, en hann er metinn á 600 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni í fallegu húsi í Suður-Kaliforníu. 5. Michael Schumacher, kappakstursmaður, sem metinn er á 600 milljónir dollara. Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Hann á hús við svissnesku alpanna. 4. Tiger Woods, golfari, en hann er metinn á 740 milljónir dollara. Hann á fallega villu í Flórída með öllu tilheyrandi og gott betur en það. 3. Michael Jordan, körfuboltagoðsögn, sem metinn er á 1,9 milljarða dollara. Einn allra ríkasti íþróttamaður sögunnar en hann á eitt flottasta húsið í Chicago sem hann hefur reyndar verið með á sölu síðastliðin átta ár. 2. Ion Tiriac, rúmenskur fyrrum íþróttastjarna í bæði Tennis og íshokkí. Hann er metinn á 2 milljarða dollara. Hann á fallegt hús í Búkarest en hann hefur aðallega þénað fyrir þær sakir að vera klár viðskiptamaður. 1. Vince Mcmahon, fyrrum glímukappi, sem metinn er á 2,2 milljarða dollara og er hann ríkasti íþróttamaður heims. Hann á fallegt hús í Greenwich í Connecticut og setti á laggirnar fjölbragðaglímusamtökin WWE á sínum tíma. Glímubardagar sem eru í raun sýningar og eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum. Hús og heimili Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Það getur heldur betur borgað sig að gerast atvinnumaður í íþróttum. Þeir bestu verða oftast þeir ríkustu. YouTube-síðan Top 5 Best hefur tekið saman umfjöllun um hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims en sumir þeirra eru einfaldlega hættir í íþrótt sinni og lagstir í helgan stein. Um er að ræða menn eins og Roger Federer, David Beckham, Christiano Ronaldo, Bud Selig en hér að neðan má sjá listann í heild sinni. 15. Bud Selig, forseti MLB-deildarinnar í Bandaríkjunum, en hann er metinn á 400 milljónir dollara. Hann býr í risa villu í Milwaukee. 14. Roger Federer, tenniskappi, en hann er metinn á 450 milljónir dollara. Federer býr í undurfögru húsi í Valbella í Sviss. 13. David Beckham, knattspyrnumaður, sem metinn er á 450 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í 40 milljóna dollara húsi á besta stað í London. 12. Cristiano Ronaldo, knattspyrnumaður, en hann er metinn á 460 milljónir dollara. Hann á hús út um allan heim en fjárfesti á dögunum í fallegri villu í Tórínó. 11. Eddie Jordan, kappakstursmaður, sem metinn er á 470 milljónir dollara. Hann er löngu hættur að keppa en er mikill viðskiptamaður í dag og gat því byggt sér fallegt og stórt hús á Írlandi. 10. Lebron James, körfuboltamaður, er metinn á 480 milljónir dollara. Hann býr í villu í Los Angeles sem kostar litlar 23 milljónir dollara. 9. Kobe Bryant, körfuboltamaður, sem lést í janúar á þessu ári. Hann var metin á 500 milljónir dollara sem er nú í höndum Vanessa Bryant eiginkonu hans. Þau hjónin bjuggu saman í Newport í Kaliforníu í risavillu með öllu til heyrandi. 8. Floyd Mayweather, hnefaleikamaður, sem metinn er á 565 milljónir dollara. Hann býr risastóru húsi í Los Angeles. 7. Roger Staubach, fyrrum NFL stjarna, sem metinn er á 600 milljónir dollara og býr í Dallas í Texas. 6. Magic Johnson, körfuboltamaður, en hann er metinn á 600 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni í fallegu húsi í Suður-Kaliforníu. 5. Michael Schumacher, kappakstursmaður, sem metinn er á 600 milljónir dollara. Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Hann á hús við svissnesku alpanna. 4. Tiger Woods, golfari, en hann er metinn á 740 milljónir dollara. Hann á fallega villu í Flórída með öllu tilheyrandi og gott betur en það. 3. Michael Jordan, körfuboltagoðsögn, sem metinn er á 1,9 milljarða dollara. Einn allra ríkasti íþróttamaður sögunnar en hann á eitt flottasta húsið í Chicago sem hann hefur reyndar verið með á sölu síðastliðin átta ár. 2. Ion Tiriac, rúmenskur fyrrum íþróttastjarna í bæði Tennis og íshokkí. Hann er metinn á 2 milljarða dollara. Hann á fallegt hús í Búkarest en hann hefur aðallega þénað fyrir þær sakir að vera klár viðskiptamaður. 1. Vince Mcmahon, fyrrum glímukappi, sem metinn er á 2,2 milljarða dollara og er hann ríkasti íþróttamaður heims. Hann á fallegt hús í Greenwich í Connecticut og setti á laggirnar fjölbragðaglímusamtökin WWE á sínum tíma. Glímubardagar sem eru í raun sýningar og eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum.
Hús og heimili Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira