Brutu sjöfalt gler og náðu skartgripum fyrir hátt í tvær og hálfa milljón: „Þetta er ömurlegt í alla staði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. apríl 2020 19:00 Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Sjá meira
Alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað síðustu mánuði að sögn lögreglu. Þá var innbrot í skartgripaversluninni Gull og Silfur á Laugavegi í nótt og skartgripir fyrir allt að tvær og hálfa milljón króna teknir. Sigurður Steinþórsson, eigandi verslunarinnar, segir málið ömurlegt í alla staði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist merkja það að ofbeldisbrotum sé að fjölga á nokkrum sviðum. Alvarlegum líkamsárásum og heimilisofbeldismálum hefur fjölgað síðustu mánuði og einnig vopnuðum ránum. „Við erum komin með núna það sem af eru þessu ári tuttugu og átta rán en venjulega erum við með svona tuttugu og fimm fyrir hverja sex mánuði þannig það eru ýmis atriði sem segja okkur það að það er einhver ólga undir niðri sem ég við erum að taka alvarlegra og við erum að greina frá því að við höfum áhyggjur af því,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun í miðbæ Reykjavíkur laust fyrir klukkan fjögur í nótt. Tveir menn eru grunaðir um innbrotið og voru þeir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Brutu sjöfalt gler „Þeir voru með eitthvað öflugt tæki til að brjóta rúðuna hjá okkur. Þú brýtur ekkert svona með steini. Þetta er sko sex eða sjöfalt gler sem þú brýtur ekki með hverju sem er og það var svo mikill krafur í því sem þeir notuðu að ljósin hjá okkur þau hrundu úr loftinu,“ segir Sigurður Steinþórsson, eigandi skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur. Mennirnir gerðu gat á rúðuna og náðu smeygja hendinni inn og taka verðmæta skartgripi sem voru til sýnis í glugganum. „Svona í mjög fljótu bragði þá er þetta um ein og hálf eða tvær og hálf milljón,“ segir Sigurður. Henda skartgripunum frá sér þegar lögreglan kemur Þá sé mikið tjón á rúðunni sem hann fái líklega bætt úr tryggingunum. „Þetta er samt spes rúða sem tekur einn og hálfan mánuð að fá þannig það er ekki gaman að vera með þetta svona útlítandi á meðan,“ segir Sigurður. Þá viti hann ekki hvort hann fái skartgripina bætta. Hann telur að mennirnir hafi ekki haft þá á sér þegar þeir voru handteknir. „Þetta er það sem þeir leika. Þegar lögreglan er að koma þá henda þeir þessu bara frá sér,“ segir Sigurður. Hann bætir við: „Þetta er bara ömurlegt í alla staði.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Sjá meira