Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 19:15 Sandra sagði sínu sögu í Sportpakkanum í kvöld en hún varð meðal annars þrefaldur meistari með Val tímabilið 2018/2019. vísir/s2 Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira