Ekið á 12 ára dreng Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 05:52 Drengurinn var fluttur á spítala eftir slysið en hann er talinn fótbrotinn. Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð. Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hvers kyns umferðalagabrot- og óhöpp settu svip á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Má þar nefna fjölmörg tilfelli hraða- og ölvunaraksturs, hjólaslys þar sem köttur kom við sögu auk þess sem ekið var á 12 ára dreng. Svæsnasti hraðaaksturinn er sagður hafa átt sér stað á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg á tíunda tímanum í gærkvöld. Þar segist lögreglan hafa mælt bifhjól á 164 km/klst, en þar er hámarkshraðinn 80 km/klst. Lögreglumenn höfðu hendur í hári ökumannsins, fluttu hann á lögreglustöð og sviptu hann ökuréttindum til bráðabirgða. Flytja þurfti 12 ára dreng á sjúkrahús eftir að ekið var á hann í Garðabæ, síðdegis í gær. Drengurinn er talinn fótbrotinn en af lestri dagbókar lögreglu að dæma virðist ökumaðurinn sem keyrði á drenginn ekki vera grunaður um neitt saknæmt í akstri sínum. Hjólreiðamaður komst einnig í hann krappan í Fossvogi um klukkan 23 í gærkvöld þegar köttur hljóp í veg fyrir hann. Hjólreiðamaðurinn féll við það af hjóli sínu og var illa áttaður eftir fallið að sögn lögreglu. Þar sem hann kvartaði undan verk í öxl og brjóstkassa var talin þörf á að flytja manninn á bráðadeild til aðhlynningar. Þá segist lögreglan hafa stöðvað hið minnsta fimm ökumenn sem taldir eru hafa ekið undir áhrifum vímu- og fíkniefna. Þrír þeirra eru jafnframt sagðir hafa ítrekað verið staðnir að því að aka án ökuréttinda. Skráningarnúmer á bíl eins þeirra voru aukinheldur klippt af því bifreiðin var sögð ótryggð.
Lögreglumál Samgönguslys Garðabær Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira