KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:52 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Daniel Þór Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira