Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 16:15 Kæligámar sem komið var fyrir við Bellevue-sjúkrahúsið í New York til að taka við líkum þeirra sem létust úr Covid-19 í mars. Vísir/EPA Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06
Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33
Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43