Katrín Tanja í fyrsta Dóttir-spjallinu: Erum súper heppnar að vera frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sínum þar sem þær kynntu nýja hlaðvarpið sitt. Þær ætla að gera ýmislegt saman undir Dóttir verkefninu. Mynd/Instagram Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru miklar vinkonur og ætla að leyfa aðdáendum sínum að kynnast því betur hvernig þær ræða saman um hlutina. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir frumsýndu „Dóttir-spjallið“ í gær en þær hafa nú markaðssett sig saman undir vörumerkinu Dóttir bæði á Youtube sem og á Instagram. Anníe Mist og Katrín Tanja voru fyrstu konurnar til að verða heimsmeistarar tvö ár í röð í CrossFit og eru jafnframt einu Íslendingarnir sem hafa staðið á hæsta palli á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist hóf fyrsta spjall þeirra með því að spyrja Katrínu Tönju af því hvaða þýðingu það hafi fyrir hana sjálfa að vera dóttir. „Fyrir mig þá þýðir það að vera dóttir að hafa endalausa möguleika. Við tvær höfum talað mikið um þetta en mér finnst vera súper heppnar að vera frá Íslandi. Hér eru svo margar sterkar kvenfyrirmyndir og þar á meðal er fyrsta konan sem var kosin forseti í öllum heiminum árið 1980,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. View this post on Instagram @dottir TALKS! We launched our first one today & just recorded another ??????? Honestly just having so much fun with this: we just want to be open & honest, have a good conversation & let YOU join us! - Never a dull moment with @anniethorisdottir // @dottir #TogetherWeAreBETTER A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Apr 27, 2020 at 1:06pm PDT „Við höfum líka margar kvenfyrirmyndir í íþróttunum sem hafa rutt leiðina. Ég var svo heppin að sjá þig vinna heimsleikana árið 2011. Í hvert skipti sem einhver íslensk kona nær svona árangri þá hugsum við: Ef þú gast þetta þá get ég þetta,“ sagði Katrín Tanja. „Við vorum með sama fimleikaþjálfara og þú bjóst í næsta bæ við mig. Besta vinkona mín keppti með þér í stangarstökki. Við vorum svo nálægt hvorri annarri og það var ekki eins og þú værir ósnertanleg vera langt í burtu. Ef þú getur orðið sú besta í heimi þá ætti ég að geta það líka,“ sagði Katrín Tanja. „Dóttir þýðir því fyrir mig að við getum gert allt sem við viljum og við sýnum hverri annarri að við getum það. Í stað þess að draga kjarkinn úr hverri annarri þá vill ég að við sýnum hverri annarri hvað við getum og ég vil að við styðjum hverja aðra og með því hækkum við rána,“ sagði Katrín Tanja. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012 og hún endaði í öðru sæti 2010 og 2014. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti fyrst á heimsleikunum árið 2012. Hún missti af leikunum 2014 en kom öflug til baka og varð heimsmeistari í CrossFit 2015 og 2016. Katrín Tanja varð fjórða á heimsleikunum í fyrra og þriðja árið á undan. Hún hefur endaði meðal fimm efstu á fimm heimsleikum í röð. Það má sjá allt spjallið hjá þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju hér fyrir neðan en það fer fram á ensku. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira