Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 16:02 Haraldur Teitsson er afar ánægður með útspil ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Aðsend Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. Allir 25 bílstjórar fyrirtækisins eru enn í vinnu og reiknar hann með að svo verði út sumarið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti þrjú úrræði til stuðnings launafólki og fyrirækjum á blaðamannafundi í morgun. Frá blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það fer hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst. Settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Haraldur segir að frá hans bæjardyrum séð virðist útspil ríkisstjórnarinnar alltaf koma á réttum tímpunkti. „Þau eru í sömu óvissu og við,“ segir Haraldur. Vonar að birti til í haust Sléttur mánuður er síðan Vísir ræddi við Harald um stöðu rútufyrirtækisins þann 28. mars. Þar lýsti hann því að fyrirtækið hefði á einni viku farið úr því að allt væri á fullu yfir í að ekkert væri að gera. Hann sagðist ætla að standa með starfsfólkinu, nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda og halda fólki í vinnu. Aðgerðirnar í dag breyta miklu að sögn Haraldar. „Þetta hjálpar ferðaþjónustufyrirtækjum eins og okkar fjölskyldufyrirtæki,“ segir Haraldur en rútufyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1963. Um 25 bílstjórar eru á launaskrá fyrirtækisins. Rútur frá Teiti á Keflavíkurflugvelli. Haraldur reiknar ekki með að margir ferðamenn verði farþegar í rútum fyrirtækisins í sumar.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið sinnir töluverðum skólaakstri sem nú stefnir í að fari á fullt frá og með 4. maí. Sömu sögu er að segja um akstur fatlaðra. „Við höldum öllum bílstjórum í vinnu áfram út sumarið og vonum svo að eitthvað gerist í haust. Við erum í ágætis málum og bjartsýn á framtíðina.“ Hann segir þó alla meðvitaða að ríkið geti ekki haldið uppi heilli atvinnugrein í langan tíma. „Sumarið er búið“ Allir starfsmennirnir fóru á hlutabótaleiðina þegar hún var kynnt. Svoleiðis verði það áfram þótt mögulega breytist hlutfallið sem fyrirtækið greiðir sjálft af launakostnaði ef verkefnunum fjölgar í maí. Haraldur gerir ekki ráð fyrir neinum ferðamönnum í jöfnu sinni. „Sumarið er búið, það verður ekkert ferðamannasumar. Það er ljóst,“ segir Haraldur. Hann vonast samt til þess að leiðin fyrir ferðamanninn hingað til lands opnist fyrr en síðar. Mögulega geri einstök lönd með sér samning, Ísland og Þýskaland til dæmis, um gagnkvæmt streymi. Eitthvað svoleiðis mætti skoða þegar faraldurinn verður að mestu yfirstaðinn í viðkomandi löndum. Telur Ísland geta gert góða hluti Haraldur segir stuðning ríkisins sem gefi fyrirtækjum kost á stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti það eina sem sé sérstaklega vel í lagt. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þúsund krónur. „Auðvitað er þetta rosalegt matsatriði og erfitt að setja niður tölu. En á endanum snýst þetta um að halda eins mörgum í vinnu og hægt er,“ segir Haraldur. Fáir ferðamenn hafa dáðst að Gullfossi undanfarnar vikur þótt Íslendingar fari þangað í auknara mæli.Vísir/Vilhelm Hann merkir gríðarlega góðan anda hjá bílstjórum sínum. Hópurinn hafi sjaldan verið jafnþéttur í þessu skrýtna ástandi. Haraldur er ekki örvæntingarfullur jafnvel þótt allir kúnnar sem bókað hafa í sumar afbóki. Mestu máli skiptir að fækka smitunum og tryggja að þau komi ekki aftur og aftur. „Þá held ég að Ísland komi sterkt inn,“ segir Haraldur. Vonandi líði ekki heilt ár þangað til. Hann lofar ríkisstjórnina sem hann telur skilja að ferðaþjónustan þurfi að standa sterk þegar „actionið“ byrjar. „Við verðum að vera fljót í bátana, bæði fyrir minni félög eins og okkur og svo fyrirtæki sem eru að loka alveg.“ Eðlilega fari einhverjir á hausinn en vonandi ekki allir. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. Allir 25 bílstjórar fyrirtækisins eru enn í vinnu og reiknar hann með að svo verði út sumarið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti þrjú úrræði til stuðnings launafólki og fyrirækjum á blaðamannafundi í morgun. Frá blaðamannafundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Hlutabótaúrræði stjórnvalda um greiðslu allt að 75 prósent launa verður óbreytt út júní en eftir það fer hlutfallið upp í 50 prósent út ágúst. Settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þá geta fyrirtæki sem orðið hafa fyrir 75 prósenta tekjuskerðingu eða meira sótt um stuðning frá ríkinu til greiðslu hluta launa fólks sem sagt er upp störfum vegna kórónuveirufaraldursins. Haraldur segir að frá hans bæjardyrum séð virðist útspil ríkisstjórnarinnar alltaf koma á réttum tímpunkti. „Þau eru í sömu óvissu og við,“ segir Haraldur. Vonar að birti til í haust Sléttur mánuður er síðan Vísir ræddi við Harald um stöðu rútufyrirtækisins þann 28. mars. Þar lýsti hann því að fyrirtækið hefði á einni viku farið úr því að allt væri á fullu yfir í að ekkert væri að gera. Hann sagðist ætla að standa með starfsfólkinu, nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda og halda fólki í vinnu. Aðgerðirnar í dag breyta miklu að sögn Haraldar. „Þetta hjálpar ferðaþjónustufyrirtækjum eins og okkar fjölskyldufyrirtæki,“ segir Haraldur en rútufyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 1963. Um 25 bílstjórar eru á launaskrá fyrirtækisins. Rútur frá Teiti á Keflavíkurflugvelli. Haraldur reiknar ekki með að margir ferðamenn verði farþegar í rútum fyrirtækisins í sumar.Vísir/Vilhelm Fyrirtækið sinnir töluverðum skólaakstri sem nú stefnir í að fari á fullt frá og með 4. maí. Sömu sögu er að segja um akstur fatlaðra. „Við höldum öllum bílstjórum í vinnu áfram út sumarið og vonum svo að eitthvað gerist í haust. Við erum í ágætis málum og bjartsýn á framtíðina.“ Hann segir þó alla meðvitaða að ríkið geti ekki haldið uppi heilli atvinnugrein í langan tíma. „Sumarið er búið“ Allir starfsmennirnir fóru á hlutabótaleiðina þegar hún var kynnt. Svoleiðis verði það áfram þótt mögulega breytist hlutfallið sem fyrirtækið greiðir sjálft af launakostnaði ef verkefnunum fjölgar í maí. Haraldur gerir ekki ráð fyrir neinum ferðamönnum í jöfnu sinni. „Sumarið er búið, það verður ekkert ferðamannasumar. Það er ljóst,“ segir Haraldur. Hann vonast samt til þess að leiðin fyrir ferðamanninn hingað til lands opnist fyrr en síðar. Mögulega geri einstök lönd með sér samning, Ísland og Þýskaland til dæmis, um gagnkvæmt streymi. Eitthvað svoleiðis mætti skoða þegar faraldurinn verður að mestu yfirstaðinn í viðkomandi löndum. Telur Ísland geta gert góða hluti Haraldur segir stuðning ríkisins sem gefi fyrirtækjum kost á stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti það eina sem sé sérstaklega vel í lagt. Stuðningurinn verður í formi greiðslu að hámarki 633 þúsund krónur. „Auðvitað er þetta rosalegt matsatriði og erfitt að setja niður tölu. En á endanum snýst þetta um að halda eins mörgum í vinnu og hægt er,“ segir Haraldur. Fáir ferðamenn hafa dáðst að Gullfossi undanfarnar vikur þótt Íslendingar fari þangað í auknara mæli.Vísir/Vilhelm Hann merkir gríðarlega góðan anda hjá bílstjórum sínum. Hópurinn hafi sjaldan verið jafnþéttur í þessu skrýtna ástandi. Haraldur er ekki örvæntingarfullur jafnvel þótt allir kúnnar sem bókað hafa í sumar afbóki. Mestu máli skiptir að fækka smitunum og tryggja að þau komi ekki aftur og aftur. „Þá held ég að Ísland komi sterkt inn,“ segir Haraldur. Vonandi líði ekki heilt ár þangað til. Hann lofar ríkisstjórnina sem hann telur skilja að ferðaþjónustan þurfi að standa sterk þegar „actionið“ byrjar. „Við verðum að vera fljót í bátana, bæði fyrir minni félög eins og okkur og svo fyrirtæki sem eru að loka alveg.“ Eðlilega fari einhverjir á hausinn en vonandi ekki allir.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira