Bæklingar munu bíða erlends launafólks í Leifsstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 15:10 Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia og Drífa Snædal forseti ASÍ undirrituðu samstarfssamninginn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. ASÍ Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík. ASÍ og Isavia undirrituðu samstarfssamning í dag sem miðar að því að miðla margvíslegum upplýsingum um íslenskan vinnumarkað í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það verður t.a.m. gert með tilkynningum á skjám í flugstöðinni, auk þess sem prentað kynningarefni verður gert aðgengilegt á nokkrum stöðum. Útlendingar sem hingað koma til að vinna munu þannig geta gripið sér bækling um leið og þeir grípa töskuna sína af færibandinu. „Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnumarkaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín,“ segir til útskýringar í tilkynningu vegna undirritunarinnar. Drífa Snædal forseti ASÍ og Sveinbjörn Indrason forstjóri Isavia undirrituðu samkomulagið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Haft er eftir verkalýðsleiðtoganum í fyrrnefndri tilkynningu að íslenskur vinnumarkaður sé skipulagður og að launafólk eigi skjól í stéttarfélögum. „Þessu er ekki til að heilsa alls staðar í veröldinni og því mikilvægt að koma þeim upplýsingum vel og skilmerkilega á framfæri við launafólk hvert það getur leitað að stuðningi og skjóli. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sá staður þar sem fólk kemst fyrst í kynni við landið og því er afar ánægjulegt að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri þar, í bæklingum og á skjáhvílum,“ segir Drífa Snædal. Sveinbjörn bendir á að Isavia sé stór vinnuveitandi sem sé umhugað um heilbrigði íslensk vinnumarkaðar. „Þess vegna tökum við þátt í því verkefni að aðvelda erlendu launafólki að nálgast réttar upplýsingar um leið og það fer í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stærstu gáttina til landsins. Þannig fær það tækifæri til að að sækja upplýsingar um réttindi sín og skyldur öllum til hagsbóta,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Útlendingar sem hyggjast starfa á Íslandi munu geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur strax við lendingu í Keflavík. ASÍ og Isavia undirrituðu samstarfssamning í dag sem miðar að því að miðla margvíslegum upplýsingum um íslenskan vinnumarkað í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það verður t.a.m. gert með tilkynningum á skjám í flugstöðinni, auk þess sem prentað kynningarefni verður gert aðgengilegt á nokkrum stöðum. Útlendingar sem hingað koma til að vinna munu þannig geta gripið sér bækling um leið og þeir grípa töskuna sína af færibandinu. „Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar sem launafólki er ekki mismunað á grundvelli þjóðernis. Þetta er liður í baráttunni fyrir heilbrigðum vinnumarkaði, að kjarasamningar séu virtir og fólk af erlendum uppruna sem kemur til landsins að vinna fái upplýsingar um réttindi sín,“ segir til útskýringar í tilkynningu vegna undirritunarinnar. Drífa Snædal forseti ASÍ og Sveinbjörn Indrason forstjóri Isavia undirrituðu samkomulagið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. Haft er eftir verkalýðsleiðtoganum í fyrrnefndri tilkynningu að íslenskur vinnumarkaður sé skipulagður og að launafólk eigi skjól í stéttarfélögum. „Þessu er ekki til að heilsa alls staðar í veröldinni og því mikilvægt að koma þeim upplýsingum vel og skilmerkilega á framfæri við launafólk hvert það getur leitað að stuðningi og skjóli. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er sá staður þar sem fólk kemst fyrst í kynni við landið og því er afar ánægjulegt að hægt sé að koma upplýsingum á framfæri þar, í bæklingum og á skjáhvílum,“ segir Drífa Snædal. Sveinbjörn bendir á að Isavia sé stór vinnuveitandi sem sé umhugað um heilbrigði íslensk vinnumarkaðar. „Þess vegna tökum við þátt í því verkefni að aðvelda erlendu launafólki að nálgast réttar upplýsingar um leið og það fer í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, stærstu gáttina til landsins. Þannig fær það tækifæri til að að sækja upplýsingar um réttindi sín og skyldur öllum til hagsbóta,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira