Segir samherja Gylfa heimskan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2020 11:15 Moise Kean hefur aðeins skorað eitt mark fyrir Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. vísir/getty Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið. Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Danny Murphy, fyrrverandi leikmaður Liverpool og fleiri liða, segir að Moise Kean, leikmaður Everton, vaði ekki í vitinu. Kean braut reglur um samkomubann þegar hann hélt partí á heimili sínu um síðustu helgi. Everton hefur fordæmt athæfið og talið er að félagið muni sekta Kean um tæplega 30 milljónir króna. Í viðtali við talkSPORT sagði Murphy að það væri full langt gengið ef Everton myndi losa sig við Kean. Hann gagnrýndi hann hins vegar harkalega. „Hugarfarið að halda að þú sért öðruvísi en allir aðrir og yfir aðra hafinn, að þú getir gert allt sem þig lystir bara því þú ert hæfileikaríkur og vel stæður. Þetta er raunveruleikinn fyrir fótboltamenn og leikara og tónlistarmenn. Frægðin leiðir oft til sjálfselsku,“ sagði Murphy. „Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum og haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að gagnrýna þetta hugarfar, ekki að nota það sem afsökun. Svona er veruleiki ungra fótboltamanna. Ég hef verið í þessari sömu stöðu. Þú heldur að þú sért aðalspaðinn og getir gert það sem þú vilt þar til einhver kippir þér niður á jörðina.“ Murphy sagði svo að Kean væri ekkert vel gefinn. „Hann er vitlaus, er það ekki? Hann er ekki nógu klár.“ Kean er ekki eini fótboltamaðurinn á Englandi sem hefur brotið reglur um samkomubann. Kyle Walker hjá Manchester City og Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa, urðu einnig á í messunni. Murphy segir að þeir hefðu átt að vita betur en gefur Kean smá afslátt þar sem hann er aðeins tvítugur. „Þegar þú ert farinn að nálgast þrítugt hefurðu verið lengi í boltanum. Jafnvel Grealish, sem er um 25 ára, ætti að vita betur. Þessi strákur er 20 ára og við erum að segja að hann eigi að vita betur. En hann er bara tvítugur,“ sagði Murphy. Kean hefur ekki staðið undir væntingum hjá Everton síðan hann kom frá Juventus fyrir þetta tímabil. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum fyrir Bítlaborgarfélagið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00 Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Partí gæti kostað samherja Gylfa tæplega 30 milljónir króna Partíið sem Moise Kean, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hélt í gær gæti kostað hann skildinginn því Everton er allt annað en sátt með þessa hegðun framherjans. 26. apríl 2020 22:00
Ungstirni Everton í vandræðum eftir að hafa haldið partý í samkomubanni Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur gefið út yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir hegðun ítalska sóknarmannsins Moise Kean sem er á mála hjá félaginu. 26. apríl 2020 09:45