Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2020 08:57 Vegarkaflinn sem á að breikka er milli Hádegismóa og Vesturlandsvegar. Þegar vegurinn var upphaflega lagður var gert ráð fyrir breikkun og sprengt fyrir eystri akbrautinni. Vísir/KMU. Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021. Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Ljúka á gerð eystri akbrautar en við það breikkar þessi 1,4 kílómetra vegarkafli úr tveggja akreina leið í fjögurra, með aðskildum akstursstefnum og vegriði á milli. Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag, aðeins fimm dögum eftir að tillagan var lögð fram í þinginu. Auglýsing um útboðið birtist sama dag á vef Vegagerðarinnar. Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. apríl og verða þau opnuð samdægurs. Samkvæmt útboðslýsingu skal verkinu að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Liður í verkinu er að lengja undirgöngin þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveg.Vísir/KMU. Þetta þýðir að sá verktaki sem fær verkefnið þarf aldeilis að bretta upp ermar. Ef þær forsendur eru gefnar að það taki 3-4 vikur að yfirfara tilboð og ganga frá verksamningi og verktaki þurfi síðan 1-2 vikur til að undirbúa sig má vart búast við að hann geti hafist handa fyrr en í byrjun júnímánaðar. Þetta þýðir að hann þarf að klára verkið á innan við fimm mánuðum. Verkið felst ekki aðeins í að leggja nýjan tveggja akreina veg með tvöföldu malbiki. Tengja þarf akbrautina við núverandi vegakerfi, hækka 20 brunna og tengja niðurföll, setja upp 30 ljósastaura og 3,4 kílómetra af vegriði. Þá þarf að lengja og breikka undirgöng við Krókháls. Af öðrum verkum sem Vegagerðin hefur boðið út í þessari viku má nefna uppbyggingu og malbikun fimm kílómetra vegarkafla við Gaulverjabæ í Flóa, austan Stokkseyrar. Þar á að leggja klæðningu á Hamarsveg milli Félagslundar og Hamarshjáleigu. Þar er væntanlegum verktaka einnig gert að spýta í lófana því verklok eru 1. ágúst 2020, þannig að verktími verður vart meira en rétt um tveir mánuðir. Í síðustu viku var boðin út gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur. Þar á að færa þjóðveginn út að ströndinni og fjær bæjunum í Hattardal og smíða nýja 17 metra langa brú í stað einbreiðrar brúar sem þarna er á Djúpvegi. Því verki skal lokið 15. júlí 2021.
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Flóahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16