Umferðaröryggi Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01 Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. Innlent 16.1.2025 09:44 Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Skoðun 15.1.2025 11:32 Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Innlent 13.1.2025 21:12 Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Innlent 12.1.2025 22:37 Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki. Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni. Viðskipti innlent 11.1.2025 11:15 Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. Innlent 4.1.2025 17:57 Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. Innlent 3.1.2025 14:07 Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð. Innlent 30.12.2024 22:11 „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Innlent 30.12.2024 14:30 Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53 Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2024 15:24 Settu bílslys á svið Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Innlent 27.11.2024 10:36 Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. Skoðun 26.11.2024 16:47 Réttindalausir stútar á ferðinni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílslys þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn en í öðru tilfelli var ökumaður stöðvaður þar sem lögregluþjónum þótti hann aka ógætilega. Hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og fundust meint fíkniefni á honum. Innlent 24.11.2024 07:37 Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. Innlent 23.11.2024 23:46 Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43 Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23 Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 19.11.2024 12:29 Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Bílar sem lentu í árekstri í gærkvöldi á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastalundi skullu saman úr gagnstæðri átt. Innlent 18.11.2024 11:04 Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. Innlent 17.11.2024 20:59 Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla. Innlent 17.11.2024 20:00 Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. Innlent 12.11.2024 09:02 Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Innlent 11.11.2024 09:28 Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Innlent 9.11.2024 22:52 Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Innlent 9.11.2024 17:07 Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Innlent 6.11.2024 09:43 Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Innlent 5.11.2024 16:26 Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09 „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Innlent 1.11.2024 21:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 29 ›
Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01
Varað við ísingu með umskiptum í veðri Hætta er á að ísing og hálka myndist á blautum vegum, sérstaklega á Suðvesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu, þegar umskipti verða í veðrinu síðdegis og í kvöld. Rigna á fram eftir degi en síðan kólna. Innlent 16.1.2025 09:44
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Skoðun 15.1.2025 11:32
Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór. Innlent 13.1.2025 21:12
Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða. Innlent 12.1.2025 22:37
Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki. Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni. Viðskipti innlent 11.1.2025 11:15
Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. Innlent 4.1.2025 17:57
Bílvelta á Suðurlandi Enginn slasaðist í bílveltu við Suðurlandsveg, á milli Selfoss og Hellu í dag. Innlent 3.1.2025 14:07
Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð. Innlent 30.12.2024 22:11
„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Innlent 30.12.2024 14:30
Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53
Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Alls leituðu 60 einstaklingar á bráðamóttöku Landspítalans í gær vegna hálkuslysa. Mikil hálka hefur verið síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.12.2024 15:24
Settu bílslys á svið Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Innlent 27.11.2024 10:36
Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá hörmulegum árekstri á Arnarnesbrú, sem átti sér stað laugardaginn 28. nóvember 2020. Ölvuð kona fór út í umferðina í alls óhæfu ástandi til að geta ekið bifreið örugglega. Hún ók norður Hafnarfjarðarveg og yfir á rauðum umferðarljósum hennar megin inn í umferðina á Arnarnesbrú. Á sama tíma var ég á leið yfir gatnamótin á grænu umferðarljósi. Skoðun 26.11.2024 16:47
Réttindalausir stútar á ferðinni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílslys þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn en í öðru tilfelli var ökumaður stöðvaður þar sem lögregluþjónum þótti hann aka ógætilega. Hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og fundust meint fíkniefni á honum. Innlent 24.11.2024 07:37
Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. Innlent 23.11.2024 23:46
Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Karlmanni á áttræðisaldri er gert að greiða hundrað þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna umferðarlagabrota og vopnalagabrots, en hann var sýknaður af ákæru um að ógna lífi og heilsu bóndahjóna með vítaverðum akstri. Innlent 22.11.2024 15:43
Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bíll með aftanívagn fór á hliðina á Suðurlandsvegi til móts við Eystri skóga í dag. Enginn slys urðu á fólki. Innlent 20.11.2024 15:23
Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 19.11.2024 12:29
Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Bílar sem lentu í árekstri í gærkvöldi á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastalundi skullu saman úr gagnstæðri átt. Innlent 18.11.2024 11:04
Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur. Innlent 17.11.2024 20:59
Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla. Innlent 17.11.2024 20:00
Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. Innlent 12.11.2024 09:02
Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Innlent 11.11.2024 09:28
Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra. Innlent 9.11.2024 22:52
Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum þegar hann ók um Öxnadalinn á þriðjudagskvöld. Klæðing á veginum húðaðist utan um dekkin hans. Ökumaðurinn segir veginn á svæðinu oft vera í ansi slæmu standi. Innlent 9.11.2024 17:07
Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt. Innlent 6.11.2024 09:43
Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Innlent 5.11.2024 16:26
Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að aka bíl á 49 ára gamlan mann við Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022, en ákvörðun um refsingu ökumannsins er frestað. Maðurinn sem varð fyrir bílnum lést á Landspítalanum skömmu eftir áreksturinn. Innlent 5.11.2024 11:09
„Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Íbúar í Hlíðarendahverfi í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af umferð stórvirkra vinnuvéla um götur hverfisins. Fjöldi barna streymir inn og út úr hverfinu á hverjum degi og neyðist stundum til að ganga á götunni. Innlent 1.11.2024 21:05