Leikarinn Sacha Baron Cohen er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín sem Ali G, Borat og Bruno.
Á dögunum var fjögurra ára gamalt viðtal við Bretann rifjað upp á YouTube-síðu The Jonathan Ross Show en þar fer Cohen yfir það þegar hann fór yfir strikið.
Hann segist hafa verið í töluverðri hættu við tökur á kvikmyndinni Bruno þar sem hann fór með hlutverk manns sem er samkynhneigður.
Cohen var staddur í Arkansas í Bandaríkjunum og hafði náð að smala saman um tvö þúsund manns til að fylgjast með bardaga.
Undir lok bardagans fór aftur á móti karakter Cohen og andstæðingurinn að kyssast og það mjög innilega.
Lögfræðingar Cohen sögðu að hann gæti hreinlega lent í fangelsi ef hann myndi gera hluti sem hvöttu til óreiða og það munaði mjög litlu að það hefði gerst en áhorfendur í sal urðu vægast sagt reiðir og tóku upp á því að kasta hlutum inn í bardagahringinn.
Hann segist hafa farið þá yfir strikið.
Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.