Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2020 14:58 Þrátt fyrir krórónuveirufaraldur hefur fasteignaverð hækkað, aðallega í fjölbýli og á landsbyggðinni. Vísir/Vilhelm Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Verðbólga er enn innan markmiða Seðlabanka Íslands þar sem lækkun á verði olíu vegur þyngst á móti hækkun á verði innfluttrar vöru. Þá virðist fasteignamarkaðurinn enn sem komið er hafa orðið fyrir litlum áhrifum af kórónuveirunni. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans næstu misseri. Krónan sé helsti áhættuþáttturinn en hún hefur fallið um tæp 16 prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum.Vísir/Vilhelm Í Greiningu Íslandsbanka kemur fram að krónan hefur gefið mikið eftir gagnvart erlendnum gjaldmiðlum sem hafi að jafnaði hækkað í verði um tæp 16% frá áramótum. „Verðmæling aprílmánaðar ber þess merki að áhrif þessa séu að farin að koma fram í verði á innfluttum vörum. Þar má helst nefna matar og drykkjarvörur sem hækkuðu í verði um 1,5% milli mánaða . Innan liðarins hækkaði grænmeti og kartöflur langmest eða um 9% og má áætla að það sé einnig vegna mikillar eftirspurnar á þeim vörum upp á síðkastið. Verð á bílum hækkaði enn fremur um 2,3% auk verðs á húsgögnum og heimilisbúnaði,“ segir í Greiningu Íslandsbanka. Það komi á óvart að verð á flugi hafi einnig hækkað um 2,1 prósent en hafa beri í huga að aprílmælingin byggi að hluta á gögnum sem safnað var í febrúar. Það helsta sem vegi upp á móti hækkun á verði á innfluttri vöru vegna mikillar veikingar krónunnar sé að verð á eldsneyti hafi lækkað um 4,6 prósent milli mánaða en það hafi lækkað um 9 prósent síðustu þrjá mánuði. Þá hafi verð á fatnaði og skóm einnig lækkað. Húsnæðismarkaðurinn enn sprækur Greining Íslandsbanka segir rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun hafa verið á húsnæðisverði frá áramótum.Vísir/Vilhelm „Ágætur gangur var á íslenskum íbúðamarkaði á fyrsta fjórðungi ársins ef marka má þróun markaðsverðs húsnæðis í neysluvísitölunni (VNV). Aprílmæling Hagstofunnar á þessum lið, sem byggir á kaupsamningum í janúar-mars, hljóðaði upp á 0,8% hækkun á milli mánaða,“ segir í Greiningu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæði sem og verð á landsbyggðinni hafi hækkað milli mánaða en verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hins vegar lækkað. Undanfarna 12 mánuði nemi hækkun markaðsverðs miðað við framangreinda vísitölu 6,3 prósentum sem jafngildi rétt rúmlega fjögurra prósenta raunhækkun. Mikill munur sé hins vegar á þróun á verði íbúða eftir gerð og staðsetningu. „Verð á landsbyggðinni hefur þannig hækkað að jafnaði um 10,4% á þessu tímabili á meðan fjölbýli á höfuðborgarsvæði hækkaði í verði um 6,0% og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 2,8% á þennan mælikvarða. Athyglisvert er að sjá verð fyrrnefndu eignaflokkanna tveggja sækja í sig veðrið að nýju síðustu mánuðina en á haustmánuðum var hækkunartaktur raunverðs almennt mjög hægur á markaðinum í heild,“ segir í Greiningu. Hafa beri í huga að áhrif COVID-19 faraldursins séu þó enn ekki komin fram að umtalsverðu leyti í þessum gögnum og verði áhugavert að fylgjast með þróun þeirra næstu mánuðina. Í Greiningu segir að verðbólguhorfur næstu mánaða séu nokkuð góðar. Gangi spá Greiningar eftir muni verðbólga enn mælast undir markmiði og vera 2,1% í júlí. Ekki sé gert ráð fyrir að verðbólga fari á skrið á næstu mánuðum þrátt fyrir veikingu krónunnar meðal annars vegna olíuverðs og hægari hækkunar á húsnæðisverði. „Samkvæmt spá okkar mun verðbólga mælast í grennd við markmið Seðlabankans í lok ársins og mælast að meðaltali um 2,5% árið 2021 og 2,4% árið 2022. Mikil óvissa er til staðar þessa dagana hvað verðbólguhorfur varðar og er krónan helsti óvissuþátturinn,“ segir í Greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12 Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55 Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30 Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Seðlabankinn hefur skuldabréfakaupin í maí Kaup bankans á öðrum ársfjórðungi geta numið allt að 20 milljörðum króna. 22. apríl 2020 09:12
Seðlabankinn eykur aðgang fjármálafyrirtækja að lausafé Fjármálafyrirtækjum verður boðin sérstök og tímabundin lánafyrirgreiðsla í formi veðlána frá Seðlabanka Íslands sem er ætlað að auk aðgang fyrirtækjanna að lausafé. 17. apríl 2020 17:55
Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. 17. apríl 2020 11:30
Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. 17. apríl 2020 08:00
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08