Konum í útgöngubanni ráðlagt að hætta að nöldra í eiginmönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 10:17 Konum var ráðlagt að nöldra ekki í eiginmönnum sínum, farða sig og klæða sig vel. Ríkisstjórn Malasíu hefur beðist afsökunar eftir að konum var ráðlagt að „nöldra“ ekki í eiginmönnum sínum. Eins og víða annars staðar í heiminum eru íbúar Malasíu mikið heima fyrir þessa dagana og sendi ríkisstjórnin frá sér ráðleggingar fyrir fólk en þær þykja óviðeigandi og asnalegar. Meðal annars var konum ráðlagt að hætta ekki að farða sig og klæða sig vel, þó þær væru mestmegnis heima, og að nöldra ekki um of í eiginmönnum sínum. Einnig var konum ráðlagt að sleppa allri kaldhæðni þegar þær biðja um hjálp við heimilisstörfin. Slíkt gæti hjálpað til vegna hinnar auknu samveru. Nánar tiltekið var það ráðuneyti konu, fjölskyldu og samfélagsþróunar sem sendi frá sér þessar ráðleggingar á Facebook og Instagram. Þær hafa nú verið fjarlægðar. While dressing up to work is one way of maintaining discipline and a routine while working from home, the focus on LOOKS, DRESS, and MAKEUP is absolutely unnecessary.Stop this sexist messaging @KPWKM and focus on #domesticviolence survivors who are at higher risk now! https://t.co/mU7nBqbkgk— All Women s Action Society (@AWAMMalaysia) March 31, 2020 Eftir að ráðleggingarnar voru fjarlægðar baðst ráðuneytið afsökunar og stóð í yfirlýsingu að ráðleggingunum hefði einungis verið ætlað að hjálpa til. Eins og bent er á í frétt NPR hafa kvenréttindasamtök um allan heim lýst yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi samhliða far- og samkomubönnum. Minnst 2.900 smit nýju kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Malasíu og hafa minnst 45 látið lífið. Meðal annars hafa verulegar hömlur verið settar á ferðir almennings í landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malasía Jafnréttismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Ríkisstjórn Malasíu hefur beðist afsökunar eftir að konum var ráðlagt að „nöldra“ ekki í eiginmönnum sínum. Eins og víða annars staðar í heiminum eru íbúar Malasíu mikið heima fyrir þessa dagana og sendi ríkisstjórnin frá sér ráðleggingar fyrir fólk en þær þykja óviðeigandi og asnalegar. Meðal annars var konum ráðlagt að hætta ekki að farða sig og klæða sig vel, þó þær væru mestmegnis heima, og að nöldra ekki um of í eiginmönnum sínum. Einnig var konum ráðlagt að sleppa allri kaldhæðni þegar þær biðja um hjálp við heimilisstörfin. Slíkt gæti hjálpað til vegna hinnar auknu samveru. Nánar tiltekið var það ráðuneyti konu, fjölskyldu og samfélagsþróunar sem sendi frá sér þessar ráðleggingar á Facebook og Instagram. Þær hafa nú verið fjarlægðar. While dressing up to work is one way of maintaining discipline and a routine while working from home, the focus on LOOKS, DRESS, and MAKEUP is absolutely unnecessary.Stop this sexist messaging @KPWKM and focus on #domesticviolence survivors who are at higher risk now! https://t.co/mU7nBqbkgk— All Women s Action Society (@AWAMMalaysia) March 31, 2020 Eftir að ráðleggingarnar voru fjarlægðar baðst ráðuneytið afsökunar og stóð í yfirlýsingu að ráðleggingunum hefði einungis verið ætlað að hjálpa til. Eins og bent er á í frétt NPR hafa kvenréttindasamtök um allan heim lýst yfir áhyggjum af auknu heimilisofbeldi samhliða far- og samkomubönnum. Minnst 2.900 smit nýju kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Malasíu og hafa minnst 45 látið lífið. Meðal annars hafa verulegar hömlur verið settar á ferðir almennings í landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malasía Jafnréttismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira