Hvetur fólk eindregið til að bóka utanlandsferðir Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2020 10:42 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, segir lítið vera um bókanir þessi misserin. „Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira