Liverpool á eftir manninum sem afgreiddi íslenska landsliðið í Zagreb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 10:30 Marcelo Brozovic í baráttunni við Kára Árnason í leiknum í Zagreb í undankeppni HM 2018. Brozovic tryggði Króatíu sigur með tveimur mörkum. EPA/ANTONIO BAT Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020 Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira
Liverpool er sagt vera á eftir króatískum miðjumanni Internazionale og nýjustu fréttir frá Ítalíu segja að staða á samningaviðræðum leikmannsins auki líkurnar á því að hann endi á Anfield. Marcelo Brozovic skrifaði undir nýjasta samning sinn við Inter í október 2018 og hann rennur út í lok júní næsta sumar. Inter er að reyna að semja aftur við hann en CalcioMercato segir að leikmaðurinn vilji fá miklu meira en félagið er að bjóða. Liverpool handed £53m Marcelo Brozovic transfer boost as Inter Milan face contract problem#LFC #Inter https://t.co/syfDjIZ0FQ pic.twitter.com/28jLCwlfgv— Express Sport (@DExpress_Sport) April 29, 2020 Brozovic fær nú í kringum þrjár milljónir punda í árslaun en sækist eftir því að fá 5,2 milljónir punda í nýjum samningi. Inter hefur aðeins boðið 3,9 milljónir punda samkvæmt heimildum ítalska miðilsins. Jürgen Klopp er sagður hafa mikinn áhuga á að fá kappann inn á miðju Liverpool en Brozovic getur spilað alls staðar á miðjunni þótt hans besta staða sé varnartengiliður. Liverpool ætti því að geta fengið hann með því að kaupa upp gamla samninginn en sú upphæð er talin vera 53 milljónir punda. ?? Timo Werner 'will leave'?? Two Lille stars linked?? Marcelo Brozovic 'boost'Follow all of the latest Liverpool news and transfers right here ??https://t.co/AqXxKbjxyl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 29, 2020 Marcelo Brozovic er 27 ára gamall og hefur leikið með Internazionale frá 2015 en hann kom fyrst til ítalska liðsins á láni. Inter keypti hann síðan af Dinamo Zagreb. Íslendingar ættu að muna eftir stráknum því hann afgreiddi íslenska landsliðið með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri Króatíu á Íslandi í Zagreb í nóvember 2016. Fyrra markið skoraði Brozovic með föstu skoti utan teigs á 15. mínútu en það síðara á lokamínútunni með föstu skoti frá vítateig eftir snögga sókn. Marcelo Brozovic hefur skorað 6 mörk í 51 landsleik fyrir Króatíu en hann var með liðinu á EM 2016 og á HM 2018. Á HM í Rússlandi spilaði hann allan tímann í bæði undanúrslitaleiknum á móti Englandi og í úrslitaleiknum á móti Frökkum. Report: Distance between #Inter and #Brozovic; #Liverpool remain interested https://t.co/xC9XCT66Ec pic.twitter.com/dltFAdCBc8— CalcioMercato (En) (@CmdotCom_En) April 28, 2020
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira