Össur hagnaðist um milljarð króna á fyrsta fjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2020 07:54 Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur haft áhrifu á rekstur Össurar og tók sala að dragast saman í mars. Hún er þó strax farin að sýna ummerki bata í Evrópu og í Kína, þar sem sala í apríl var á pari við 2019. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi 2020 var um milljarður króna sem var um fimm prósent af veltu. EBITDA var þrír milljarðar króna eða fjórtán prósent af sölu. EBITDA framlegð lækkaði vegna lægri sölu og hefur verið gripið til ráðstafana til að draga úr kostnaði til skamms tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar sem finna má hér. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir árið 2020 var afturkölluð í mars vegna faraldursins og sömuleiðis gerðu forsvarsmenn fyrirtækisins samkomulag um að fresta frágangi á kaupum Össurar á bandaríska stoðtækjaframleiðandanum College Park. Kaupin voru samþykkt af bandarískum samkeppnisyfirvöldum í byrjun apríl. Í áðurnefndri tilkynningu segir að fjárhagsstaða Össurar sé sterk. Félagið hafi tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, eða 29 milljarða króna, í mars. Sjóðir félagsins og ódregnar lánlínur stóðu í 304 milljónum Bandaríkjadala, 39 milljörðum, í lok mars. Haft er eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, að öryggi og heilbrigði starfsmanna og viðskiptavina sé í fyrirrúmi. Starfsmenn framleiðslu vinni á vaktaskiptum og flestir skrifstofu- og sölustarfsmenn starfi að heiman. „Faraldurinn hefur tímabundið neikvæð áhrif á eftirspurn eftir stoðtækjum og spelkum & stuðningsvörum vegna takmarkanna sem sett hafa verið á sumum mörkuðum til að hamla útbreiðslu á faraldrinum. Rekstrarniðurstöður félagsins hafa þar af leiðandi orðið fyrir neikvæðum áhrifum og enn er óljóst hversu lengi áhrifin munu vera viðvarandi. Söluvöxtur á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru í takt við væntingar en sala byrjaði að verða fyrir neikvæðum áhrifum sökum faraldursins í mars,“ segir Jón. „Við sjáum einnig töluverð áhrif á sölu það sem af er apríl en við erum þegar farin að sjá merki um bata í nokkrum af helstu mörkuðum okkar í Evrópu og sala í Kína var í apríl aftur á pari við 2019. Ekki er gert ráð fyrir að langtímahorfur í stoðtækja- og spelku- & stuðningsmarkaðinum breytist en þó má ætla að áhrifin af faraldrinum munu leiða til uppsafnaðrar eftirspurnar.“ Hann segir mikla óvissu enn ríkja fyrir árið og að ekki sé hætt að veita uppfærða fjárhagsáætlun að svo stöddu. Fyrirtækið sé þó vel í stakk búið til að takast á við þessa óvissutíma. „Ég vil þakka öllum starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins fyrir sveigjanleika, jákvæðan teymisanda og framlag þeirra á þessum fordæmalausu tímum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira