Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Ragga Nagli skrifar 30. apríl 2020 09:30 Ragga Nagli skrifar pistla um heilsu á Vísi. Hún er þjálfari og sálfræðingur. Konan á myndinni er ekki Ragga Nagli. Getty/Kevin Winter Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við. Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. „Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er ekki ofsögum sagt. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri. Til dæmis boðefnin GABA, serótónín, dópamín er framleitt að stórum hluta í þarmaflórunni, og ef hún er ekki í stuði með guði getur orsakað litla sem enga framleiðslu þessum boðefnum. Þá upplifum við kvíða, þunglyndi, depurð og vanlíðan. Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormón krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila. Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar. Einkenni eins og: Síþreyta Harðlífi eða niðurgangur Kvíði og depurð Lélegar hægðir Útbrot á húð Hármissir Bakflæði Magaverkir Uppþemba Vindgangur Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli.Vísir/Vilhelm Þetta geta verið vísbendingar um að þarmarnir mígleki eins og kúlutjald á Þjóðhátíð og líkaminn sé því ekki að taka upp og nýta næringarefnin. Það er ýmislegt til ráða við hriplekum þörmum Auka neyslu á trefjaríkri fæðu. Gúlla eplaedik á fastandi maga nokkrum sinnum á dag. Minnka neyslu á súkralósa og nota stevia í staðinn. Meltingarensími hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur. L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Góðgerlar dúndra inn örverum sem stuðla að betri þarmaflóru. Prófaðu eitt eða fleiri skref í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig líkaminn bregst við.
Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00 Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00 Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Ragga Nagli segir að sum ráð gegn kórónuveirunni séu rugl og kukl, hreinlega hættuleg. 19. apríl 2020 10:00
Hundrað ára og eiturhress? Ragga Nagli segir að leyndarmálið að langlífi og lífsgæðum sé blátt á litinn. 18. apríl 2020 09:00