Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:00 Upplifun neytenda á trúverðugleika fréttaveitu hefur bein áhrif á viðhorf þeirra til vörumerkja sem auglýst eru samhliða efni. Vísir/Getty Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að full ástæða sé til þess að auglýsendur hugi jafnvel enn betur að staðsetningum netauglýsinga sinna en verið hefur. Það skýrist af því að bein tenging er á milli þess hversu trúverðug neytandi upplifir lestur á efni og þess viðhorfs sem hann fær á vörumerki sem auglýst er samhliða efninu. Falsfrétt getur því haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans, þótt tengingin sé engin önnur en staðsetningin. Rannsóknin Almennt er viðurkennt að falsfréttum má auðveldlega dreifa á samfélagsmiðlum, þær eru tíðar í sumum fjölmiðlum og jafnvel markmið einhverra. Í umræddri rannsókn var leitast við að skoða hvort viðhorf neytenda við lestur falsfrétta, hefði einhver áhrif á auglýsendur og vörumerki þeirra og ef já: þá hvers konar áhrif. Rannsóknin fór meðal annars þannig fram að vefsíða var útbúin með samansafn mismunandi frétta. Efnið á síðunni voru fréttir sem áttu uppruna sinn til frétta BBC, uppruna sinn til efnis frá vefsíðunni Buzzfeed og síðan tilbúnar falsfréttir. Á vefsíðunni birtust auglýsingar frá þekktum auglýsendum. Um 400 manns voru í úrtaki þar sem áhrif á viðhorf og traust til vörumerkja var mælt, með tilliti til efnis sem fólk las. Þá var gert mat á það, hversu auðveldlega fólk á með að meta sanngildi efnis. Niðurstöður Niðurstöðurnar voru birtar á Science Direct í febrúar 2019 en þær skiluðu m.a. eftirfarandi niðurstöðum: »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á traust vörumerkis auglýsenda »Trúverðugleiki frétta hefur áhrif á þá afstöðu sem fólk hefur til auglýsenda sem birtast samhliða fréttinni »Viðhorf til vörumerkis auglýsenda hefur áhrif á kauphegðun neytenda »Þegar neytendur greina blekkingar, fals eða óáræðanleika í fréttum, smitast sú greining yfir á viðhorf til auglýsanda sem birtist samhliða upplýsingunum »Þessi tenging á milli trúverðugleika fréttaveitu og viðhorf til vörumerkis er óháð því hvort auglýsandinn sjálfur telst stór, lítill, þekktur eða lítt þekktur auglýsandi Í umfjöllun Strategy + Business um rannsóknina segir sérstaklega athyglisvert hversu mikil tengingin er við lestur á hverri grein en ekki vefumhverfinu sjálfu. Þetta þýði í raun að viðhorf til vörumerkis getur orðið neikvætt við lestur á einni grein, óháð því hvaðan smellt var á fyrirsögnina.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira