
Auglýsinga- og markaðsmál

Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli.

Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ
Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina.

Breyta merki Eurovision
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram.

RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar.

Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“
Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg.

Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu
Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi.

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott
Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn.

Almannatenglar stofna fjölmiðil
Eigandi og ráðgjafi eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins hafa hleypt af stokkunum nýjum fjölmiðli sem birtir fréttir og tilkynningar. Ritstjóri miðilsins telur það ekki bjóða upp á hagsmunaárekstra að vinna við almannatengsl og skrifa fréttir á sama tíma.

Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta
Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega.

Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju. Um er að ræða nýtt fyrirtæki á viðburðamarkaðnum sem hóf göngu sína í vor.

Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani.

Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun
Olís hefur verið sektað um 250 þúsund krónur fyrir að fullyrða í appinu sínu að olíufélagið kolefnisjafni allan sinn rekstur. Fullyrðingarnar eru ekki studdar af fullnægjandi gögnum að sögn Neytendastofu.

Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“
Saga Garðarsdóttir hvetur gesti og gangandi til að taka mynd af sér með klofi hennar sem prýðir auglýsingaskilti víða um borgina í tilefni af nýjustu kvikmynd Hlyns Pálmasonar.

Sweeney sökuð um kynþáttahyggju
Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar
Hlutabréfin í fatamerkinu American Eagle Outfitters hafa rokið upp í kjölfar nýrrar auglýsingarherferðar þess með Hollywood-stjörnunni Sydney Sweeney.

Skamma og banna Play að blekkja neytendur
Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir.

Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS
Trausti Sigurður Hilmisson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og upplifana og Jóhanna Hauksdóttir verið ráðin forstöðumaður einstaklingsviðskipta. Þau hafa þegar hafið störf.

Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein
Pétur Óskarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stjórn SAF ósátta við forsætisráðherrann og segir neikvæðni hennar í garð vaxtar í ferðaþjónustu valda miklum áhyggjum. Hann kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda og segir það einföldun hjá forsætisráðherra að kalla greinina láglaunagrein.

Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar
Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Hyggst setja RÚV „talsverðar skorður“ í þágu einkarekinna fjölmiðla
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en hyggst samt sem áður setja fjölmiðlinum talsverðar skorður í þágu einkarekinna fjölmiðla. Ráðherrann vill einnig stofna íslenska gervigreindarmiðstöð til að koma í veg fyrir skekkjur erlendra mállíkana.

Jón stýrir markaðsmálunum hjá N1
Jón Cleon hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála hjá N1 og hefur þegar hafið störf.

Sigríður Theódóra til Aton
Sigríður Theódóra Pétursdóttir hefur verið ráðin til starfa sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton.

Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar
Neytendastofa hefur sektað Húsgagnahöllina um 200 þúsund krónur vegna auglýsinga um „Tax free“ afslætti. Sektin byggist á því að ekki hafi komið fram í auglýsingunum hversu hátt prósentuhlutfall afslátturinn gefur.

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar
Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Samstarf HSÍ og Rapyd heyrir sögunni til
Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki þann 1.september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, mánuði eftir að leikmenn landsliðsins huldu merki fyrirtækisins á treyjum sínum.

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ, héldu á dögunum málþingi mundir yfirskriftinni „Veðmál, íþróttir og samfélagið - hvert stefnum við?“. Nánar tiltekið var efni þingsins kynnt með þessum hætti: „Erlendar veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi.

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Ólafur Thors hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bónus.

Baráttan um jólagestina hafin
Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar
Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum.